Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 37
i93
ráðherrarnir í Reykjavík, né erindrekinn í Kaupmannahöfn, því
hann segir, að þeir eigi allir að »standa jafnfætis undir jarlin-
um«. og hann að velja þá, og helzt ættu þeir að skiftast um að
vera erindrekar í Kaupmannahöfn nokkur ár í bili, eftir því sem
jarlinn skipi fyrir og honum þyki henta (NF. XXIII, 30—31).
Um þetta fyrirkomulag segir Jón Sigurðsson ennfremur:
^Petta væri nú öldungis svipað því, sem venjulegt er í hinum
ensku nýlendum í stjórnaraðferð þeirras (NF. XXIII, 30), og benda
þau ummæli ótvíræðlega á, að hann hugsi sér jarlinn skipaðan á
sama hátt og landstjóra Breta. Pað var og einmitt nýlendu-
fyrirkomulag Breta, sem Monrad biskup hafði fyrir augum í til-
lögum sínum, en um þær segir Jón Sigurðsson, að þær séu »ein-
mitt hið sama, eða mjög svipað því, sem hefir verið sagt í ritum
þessum (o: Nýjum Félagsritum), og stungið upp á strax í upp-
hafi«. (NF. XXVII, 186).
En þó að Jón Sigurðsson þannig hugsaði sér stjórn Islands
fyrir komið á svipaðan hátt og í nýlendum Breta, þá vildi hann
með engu móti, að Island væri nefnt »nýlenda« (NF. XXVII,
186), enda séu og sum af sjálfstjórnarlöndum Breta, er einmitt
hafi mest stjórnfrelsi, t. d. Norðmannaeyjar og Jónisku eyj-
arnar, ekki kölluð nýlendur (NF. XXIII, 21). Hann vildi heldur
ekki, að stjórn íslands yrði »fullkomin nýlendustjórn«, en það
áleit hann, að hún yrði, ef jarlinn ætti að standa undir einhverj-
um hinna dönsku ráðherra, og sá hinn sami ætti að vera »milli-
göngumaður, þar sem leita þyrfti konungs úrskurðar um nokkurt
vort mál, eða þar sem efni lands vors og þess gagn kæmi til
greina í hinum almennu ríkismálum« (NF. XXIII, 30). Til þess
að koma í veg fyrir þetta, vildi hann, að einn af hinum íslenzku
ráðherrum skyldi (til skiftis) jafnan sitja í Kaupmannahöfn sem
erindrekí íslands, »til að sjá um gagn þess, halda uppi svörum
í ráðaneyti konungs og vera milligöngumaður í þeim málum, sem
ganga á milli konungsins eða stjórnarinnar í Danmörku og land-
stjórans (a: jarlsins) á Islandi«. Hann skyldi og »taka þátt í
meðferð þeirra almennu mála, er Island snerti, í ráði konungs.«
Á þetta atriði — og að erindrekinn einmitt ætti sœti í ríkisrdð-
inu — lagði Jón Sigurðsson mikla áherzlu, og telur það »svo
mjög mikilsvert, að sé pað ýelt úr, verði stjórn Islands full-
komin nýlendustjórni. (NF. XXIII, 31).
Bæði þær miklu mætur, sem Jón Sigurðsson hafði á i'arlsstjórn-