Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 58
214 stjórn sameiginlegra mála, og um fjártillag til þeirra og byrðir frá ís- lands hálfu« (Andv. I, 62—63). Vér vonum, að þessi gögn sýni og sanni, að það var einmitt veldissamband, sem Jón Sigurðsson hallaðist mest að; og hann áleit, að samband íslands við Noreg eftir Gamla-sáttmála hefði einmitt verið veldissamband, því ísland hefði verið »einn hluti Noregsveldis«. Að vísu hefði sambandið þá aðeins verið við kon- unginn, en honum var ljóst, að svo gæti sambandinu ekki orðið hagað nú, þegar konungsstjórnin væri orðin þingbundin og vald konungs því hverfandi í samanburði við það, sem það var fyr á öldum. Pá gat konungur farið einn með hin sameiginlegu mál, en nú gat hann það ekki, þar sem hann hafði ekki heimild til að framkvæma neitt nema með undirskrift og samþykki ráðherra, er bar ábyrgð fyrir þjóðþingi. Pess vegna áleit hann, að ekki dygði að byggja á Gamla-sáttmála í sinni fornu mynd, heldur yrði að gera nýjan sáttmála í líkum anda, en þó með þeirri tilbreyt- ing, sem ástand vorra tíma krefði (Andvari I, 27). Og með því vald sambandsþjóðarinnar væri nú ekki lengur í höndum konungs- ins eins, heldur í höndum ábyrgðarstjórnar og fulltrúaþings, þá yrði að gera hinn nýja sáttmála og hið nýja samband við þjóðina sjálfa eða fulltrúa hennar með frjálsu samkomulagi og fullum atkvæðisrétti beggja þeirra veldishluta, er í sambandinu ættu að vera. Með öðrum orðum bygt á fullveldi beggja sambands- þjóðanna við samningu hins nýja sáttmála. Pá yrði Island »frjálst sambandsland«. En um fyrirkomulag á stjórn og löggjöf í hinum sérstöku málum ættu íslendingar við enga aðra að eiga en kon- unginn einn. Pað kæmi sambandsþjóð þeirra ekkert við, þegar einu sinni væri búið að ákveða takmörkin milli sérstaklegra og sameiginlegra mála. IV. MÁLEFNASAMBAND. Svo kallast samband milli tveggja ríkja, sem hafa viss ákveðin mál sameiginleg, en eru þó bæði fullvalda, hvort fyrir sig, nema að því leyti sem þau hafa sjálf takmarkað og bundið fullveldi sitt með hinum sameiginlega sambandssáttmála. Munurinn á málefnasambandi og veldissam- bandi, stofnuðu með frjálsu samþykki, verður þá í rauninni sá einn, að í fyrra sambandinu eru báðir sambandsaðilar »ríki«, en í hinu síðara ekki nema annar þeirra »ríki«, en hinn aðeins »ríkishluti« eða »veldishluti«, er í sameiningu við ríkið myndar »veldi«. Samkvæmt 1. gr. í frumvarpi Millilandanefhdarinnar um sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.