Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 58
214
stjórn sameiginlegra mála, og um fjártillag til þeirra og byrðir frá ís-
lands hálfu« (Andv. I, 62—63).
Vér vonum, að þessi gögn sýni og sanni, að það var einmitt
veldissamband, sem Jón Sigurðsson hallaðist mest að; og hanti
áleit, að samband íslands við Noreg eftir Gamla-sáttmála hefði
einmitt verið veldissamband, því Island hefði verið »einn hluti
Noregsveldis«. Að vísu hefði sambandið þá aðeins verið við kon-
unginn, en honum var ljóst, að svo gæti sambandinu ekki orðið
hagað nú, þegar konungsstjórnin væri orðin þingbundin og vald
konungs því hverfandi í samanburði við það, sem það var fyr á
öldum. fá gat konungur farið einn með hin sameiginlegu mál,
en nú gat hanu það ekki, þar sem hann hafði ekki heimild til að
framkvæma neitt nema með undirskrift og samþykki ráðherra, er
bar ábyrgð fyrir þjóðþingi. þess vegna áleit hann, að ekki dygði
að byggja á Gamla-sáttmála í sinni fornu mynd, heldur yrði að
gera nýjan sáttmála í líkum anda, en þó með þeirri tilbreyt-
ing, sem ástand vorra tíma krefði (Andvari I, 27). Og með því
vald sambandsþjóðarinnar væri nú ekki lengur í höndum konungs-
ins eins, heldur í höndum ábyrgðarstjórnar og fulltrúaþings, þá yrði
að gera hinn nýja sáttmála og hið nýja samband við þjóðina
sjálfa eða fulltrúa hennar með frjálsu samkomulagi og fullum
atkvæðisrétti beggja þeirra veldishluta, er í sambandinu ættu að
vera. Með öðrum orðum bygt á fullveldi beggja sambands-
þjóðanna við samningu hins nýja sáttmála. Pá yrði ísland sfrjálst
sambandsland«. En um fyrirkomulag á stjórn og löggjöf í hinum
sérstöku málum ættu Islendingar við enga aðra að eiga en kon-
unginn einn. Pað kæmi sambandsþjóð þeirra ekkert við, þegar
einu sinni væri búið að ákveða takmörkin milli sérstaklegra og
sameiginlegra mála.
IV. MÁLEFNASAMBAND. Svo kallast samband milli
tveggja ríkja, sem hafa viss ákveðin mál sameiginleg, en eru þó
bæði fullvalda, hvort fyrir sig, nema að því leyti sem þau hafa
sjálf takmarkað og bundið fullveldi sitt með hinum sameiginlega
sambandssáttmála. Munurinn á málefnasambandi og veldissam-
bandi, stofnuðu með frjálsu samþykki, verður þá í rauninni sá einn,
að í fyrra sambandinu eru báðir sambandsaðilar »ríki«, en í hinu
síðara ekki nema annar þeirra »ríki«, en hinn aðeins »ríkishluti«
eða »veldishluti«, er í sameiningu við ríkið myndar »veldi«.
Samkvæmt 1. gr. í frumvarpi Millilandanefndarinnar um sam-