Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 49
205 öndverðu gjörst sambandsland Noregs, svo sem einn hluti af Nor- egskonungs ríki, en sjálfum sér ráðandi, og einungis háður kon- ungi, og á sama hátt hefði sambandi þess við Danmörku verið varið. Pað hefði að vísu verið einn hluti Noregsveldis og síðar Danaveldis, en aldrei partur úr Noregi eða Danmörku (NF. XVI, i—2, 91—92, 102; XXV, 106). Pegar konungur hafi slept einveldinu, verði með nýjum sdttmdla að ákveða, hvernig sambandinu skuli hagað framvegis, og það samband verði að vera bygt á frjálsu samþykki hlutaðeigenda (NF. XII, 120—21). Eigi ríkisþing Dana eitt að skera úr þessu, njóti íslendingar ekki jafhréttis við aðra þegna konungs, heldur séu þeir gerðir að »þegnum þegnanna*. En þó að íslendingar vilji ekki gefa jáyrði sitt til þess, að ísland sé innlimað Danmörku, þá muni þeir »vera á því, að taka þátt í einhverri alríkistilhögun, áþekkri þeírri, sem stjórnin hafi síðan leitast við að koma á í hinum ríkishlutunum« (NF. XVI, 102). En þeir verði að krefjast að fá fult samþyktar- atkvæði um þá tilhögun og innlenda löggjöf og stjórn í sínum sérstöku málum. Pegar ókleift reyndist að fá Islendinga til að samþykkja inn- limunarstefnuna, urðu Danir að slaka nokkuð á klónni og tóku nú að hallast að nýlen dustefnu, en hurfu þó ekki nema að hálfu leyti frá innlimunarstefnu sinni. II. NÝLENDUSAMBAND. Pað nýlendusamband, sem Dana- stjórn otaði að íslendingum, var þannig vaxið, að alþingi átti að fá löggjafarvald í vissum ákveðnum málum, eftir því sem ríkis- þingið afskamtaði því, og sem náðargjöf frá því. En í öllum al- mennum málum átti ríkisþingið eitt að hafa löggjöf íslands á hendi, og lögin frá því skyldi birta á Islandi bæði á dönsku og íslenzku. Einn af hinum dönsku ráðherrum skyldi jafnframt vera ráðherra fyrir ísland, en hið æðsta vald á íslandi skyldi á ábyrgð ráðherrans falið landstjóra, er konungur skipaði. Ráðherrann átti þó aðeins að hafa ábyrgð fyrir ríkisþinginu, en alþingi var heimilt að senda því umsókn um að koma fram ábyrgð á hendur honum, ef því fyndist ástæða til, en þó undir ríkisþinginu komið, hvort sú umsókn yrði tekin til greina eða ekki (NF. XXVII, 17). Einnig gegn þessari stefnu barðist Jón Sigurðsson af alefli. Hann segir, að ef hún yrði ofan á, þá »væri landsréttindi íslands eydd og að engu gjörð. Landið yrði þá nokkurskonar dönsk nýlenda að hálfu, og að hálfu innlimað Danmörku, undir stjórn 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.