Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 11
167 Sóttvarnir líkamans. (Fyrirlestur haldinn á Akureyri í janúar 1911). Margir trúa því, að engir sjúkdómar geti batnað, nema læknir sé sóttur og meðul fengin úr apótekinu til að taka inn. Og sumir læknar, en þó sérstaklega skottulæknar, ala á þessari trú hjá al- þýðu. En svo er guði fyrir þakkandi, að mannslíkamanum er gefið ákveðið mótstöðuafl gegn hverjum einum sjúkdómi, og í mörgum tilfellum er það einhlítt til að yfirbuga sjúkdóminn. Manni batnar oft af sjálfu sér, með öðrum orðum læknislaust og meðalalaust, eða þrátt fyrir lækni og meðul, en læknarnir og meðulin fá lof og prís fyrir það, sem náttúran á ein lof skilið fyrir. Hómópatarnir, og sumir læknar reyndar líka, lifa eingöngu á þessari hjálp náttúrunnar og heimsku mannanna og verða stund- um þjóðfrægir fyrir. IJað eru ekki ýkjamargir sjúkdómar svo ákaflega lífskæðir eða banvænir, að hægt sé að fullyrða, að hver sá, sem af þeim veikist, eigi dauðann vísan, ef læknishjálpar er ekki vitjað; en til eru þeir, og mætti til dæmis nefna krabbamein, vatnsfælni (hydro- fobi), miltisbrand og berkla, þegar þeir komast í blóðið, malleus o. fl. Pessir sjúkdómar og nokkrir fleiri eru taldir bráðdrepandi, ef ekkert er við þá gjört. Hinsvegar vitum vér, að mjög skæðir sjúdómar, eins og t. d. pestin eða svartidauði, kólera, holdsveiki, lungnatæring, sýfílis, gulfeber, malaría og jafnvel stjarfi (stífkrampi) o. fl., geta stundum batnað af sjálfu sér, án þess sjúklingurinn leiti sér nokkurra læknisráða. Ekki er það nú ætlun mín, að eggja menn á að láta altaf náttúruna eina ráða og hafna öllum læknum og læknisráðum; að- eins vil ég vekja athygli þeirra, sem ekki vissu áður, á því, að jafnvel banvænir sjúkdómar geta batnað af sjálfu sér, án þess læknis sé leitað, og stundum þrátt fyrir læknisráð og meðul, en ekki fyrir þeirra tilstilli. Þetta er sannleikur, sem læknarnir hafa fyrir löngu rekið sig á, og sem vér verðum ætíð að hafa hugfast- an, til þess að geta bygt fræðigrein vora, læknavísindin, á föstum vísindalegum grundvelli. Peir menn, hvort sem eru læknar eða skottulæknar, vinna óþarft verk, sem skreyta sig með lánuðum fjöðrum og telja fáfróðri alþýðu trú um, að þeir vinni kraftaverk,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.