Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 30
og engan fulltrúa í stjórnarráðinu, en eru þó ekki taldar með nýlend- um. Hinar Jónisku eyjar í Adríahafi hafa lög sín og landsrétt sérí- lagi, og heita ekki ensk nýlenda; en þangað er sendur einn maður sem erindsreki hinnar ensku krúnu (Lord High-Commissioner), og hann er milligöngumaður milli stjórnarinnar á Englandi og þingsins og stjórn- arinnar á eyjunum, en England borgar honum laun hans. í Canada nefnir Englakonungur enskan mann til landstjóra, og England borgar honum laun hans; þessi maður tekur sér ráðaneyti innlendra manna þar, öldungis á sama hátt eins og konungur á Englandi, og skiftir um ráðaneyti eftir því, sem honum þykir henta eða fulltrúaþingið knýr hann til. Sama tilhögun er í mörgum öðrum nýlendum, svo að Engla- konungur hefir þar landstjóra, sem hefir laun sín frá Englandi; hann hefir ráðaneyti sér við hönd, sem stendur fyrir landstjóminni ásamt fulltrúaþingi landsins; en þing þetta hefir fult löggjafarvald í öllum innlendum málum, leggur á skatta og gjöld og hefir öll fjárhagsráð, einungis með því bandi á sér, að álykta ekkert, sem geti skaðað eða hnekt verzlun og gagni Englands, og þess á landstjóri að gæta, því þá má hann neita urn samþykki sitt til laganna, eða slíta þingi, eða jafnvel stinga upp á að gjöra stjórnarskrána ógilda, og er kallað að þingið á Englandi með samþykki konungs hafi vald á að svifta þannig nýlenduna stjórnlegu frelsi um lengri eða skemmri tíma, eftir því sem málavextir þykja vera til; hefir þetta nokkrum sinnum að borið, að ný- lendur hafa mist stjórnarskrá sína um nokkur ár. Sumar enskar ný- lendur hafa enga stjórnarskrá, en þangað er sendur landstjóri á ríkis- ins kostnað, og stjórnar með þarlandsmanna ráði eða sínu eigin, eftir því sem hann getur sér við komið; og er þá oftast nær, að hann stjórnar samkvæmt hinum almennu stjórnarreglum, sem eru orðnar hveijum einum enskum manni inngrónar, að kalla má, eða að hann útvegar handa nýlendu sinni reglulega stjórnarskrá, og verður það á þann hátt, að hann kemur sér saman við nýlendumenn um að kjósa sér fulltrúa, og þessir koma sér aftur saman við landstjórann um að semja sér stjórnarskrá, og um það, hvernig hún skuli vera. Síðan, þegar hún er samin, og menn eru samdóma, er frumvarpið sent frá landstjóran- um til stjórnarinnar á Englandi, og ber nýlenduráðgjafinn það upp í ráði konungs. Finni stjómin þá ekki að og vilji samþykkja, er það borið upp fyrir þinginu, og ef það felst á að veita þetta, þá tekur það alls ekki frumvarp nýlendunnar til umræðu sjálft, eða fer að káka við að breyta því, heldur veitir það konungi rétt af sinni hendi til að láta semja og samþykkja stjórnarskrá handa þessu landi, sem þá er um að ræða. Ef vér nú gjörðum ráð fyrir, að stjórnin hefði þesskonar hugmynd fyrir augum í stjórnarskipun íslands, sem hér var nefnd, þá er auðsætt, að hér er vítt svæði fyrir stafni, og margt að velja um, og það svo, að sumt gæti verið vel viðunanda, pó pað ekki fullnægði 'óllum kröfum vorum mí pegar í stað. Ef að Danir vildi samþykkja það, að láta oss vera sjálfráða um vor eigin efni, þá yrði einungis eftir að sættast á hitt, hvert atkvæði vér fengjum í hinum almennu málum, sem snerta vort gagn; og þá mætti það fyrst vera hvorutveggjum að skapi, að gjöra þessi mál sem fæst, til þess að hafa sem fæst misklíðarefni, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.