Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 50
20 6
frá Kaupmannahöfn, blandaöri með nýlendustjórn, aö nokkru leyti
eftir enskri fyrirmynd« (NF- XXVII, 19). Með því væri »brotin
á bak aftur sá samþykkisréttur Islendinga um þeirra eigin mál og
þeirra eigin réttindi, sem þeir eiga eftir hlutarins eðli, jafnréttis-
kröfum við samþegna sína og skýlausum loforðum konunganna«
(NF. XXVII, 21).
En þó að Jón Sigurðsson væri þannig algerlega mótfallinn
því nýlendusambandi, sem stjórnin vildi ota aö Islendingum, þá
var hann ekki fráhverfur hverskonar nýlendusambandi. Pví þeg-
ar hann hefir skýrt frá fyrirkomulaginu í nýlendum og sjálfstjórn-
arlöndum Breta, þá segir hann að auðsætt sé, að hér sé »vítt
svæði fyrir stafni, og margt að velja um, og þaö svo, að sumt
gæti verið vel viðunanda, þó það ekki fullnægði öllum kröfum
vorum nú þegar í stað. Ef að Danir vildi samþykkja það, að
að láta oss vera sjálfrdða um vor eigin efni, þá yrði einungis
eftir að sættast á hitt, hvert atkvæöi vér fengjum í hinum al-
mennu málum, sem snerta vort gagn, og þá mætti það fyrst vera
hvorutveggjum að skapi, að gjöra þessi mál sem fæst, til þess að
hafa sem fæst misklíðarefni, og þar næst mætti það vera ástæða
fyrir oss, að lina þær kröfur því meir, sem vér sæjum, að
stjórninni og Dönum væri alvara, að hætta að ásælast sjálfræðis-
réttindi vor í vorum eigin efnum. Vér höfum því meiri rétt til
að standa fast á ’þessum réttindum vorum, sem vér erum ekki
nýlendumenn Dana, lieldur höfum óskerðan rétt lands vors til
sjálfsforræðis í vorum eigin efnum og jafnræðis í sameiginlegum
málum« (NF. XXIII, 23). Pegar Monrad biskup kemur fram með
tillögu sína um fyrirkomulag á stjórn íslands, »svipað því, sem
er í sumum nýlendum Englendinga«, þá tekur Jón Sigurðsson
henni tveim höndum, og segir, að hún sé »einmitt hið sama, eða
mjög svipað því«, sem hann hafi sjálfur stungið upp á strax í upp-
hafi og jafnan haldið fram (NF. XXVII, 186). En hatin vill, að
nýlendusambattdið sé þá bygt á frjálsu samþykki Islendinga, og
Island ekki kallað »nýlenda«, fremur en sum af sjálfstjórnarlönd-
um Breta (t, d. Norðmannaeyjar og Jónisku eyjarnar). Ennfremur
verði Island þá að eiga erindreka í Kaupmannahöfn, til að halda
uppi svörum þess í ríkisráðinu og taka þátt í meðferð þeirra al-
mennu mála, sem ísland snerti (NF. XXIII, 30). Væri þessu
þannig hagað, þá mætti vel við una slíkt nýlendusamband, því þá
væri ísland ssjálfstætt frístjórnarland«, eins og Björnstjerne Björn-