Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 55
211 sem vér áður drápum á, þá var auðsætt, að hér var að ræða um nýja skilmála. ísland skyldi nú verða verulegur partur úr Danmörku, og íslendingar Danir, eða með öðrum orðum, íslendingar skyldu nú komast undir stjórn hinnar dönsku pjóöar, í stað konungsins. Þetta var nýr sáttmáli, og hann nokkuð óvanalegur, svo að til einhvers þurfti að taka, til að koma honum á« (NF. XII, 107). (1852) »Meirihluti í’jóðfundarmanna fylgdi fram aðalatriðum þeim, sem þrír þingvallafundir og öll sýslunefndaálitin báru með sér að væri álit ailrar þjóðar vorrar, það, að vér vildum halda trú við konung vorn og værum fúsir til að vera í samfélagi með Dönum og öðrum sam- þegnum vorum, með því, að vér befðum sömu réttindi í stjórn inn- lendra mála vorra, eins og þeir sinna, og atkvæðisrétt í þeim málum, sem sameiginleg yrði, einnig stjórn á íslandi sjálfu, þeirra mála, sem landið snerti sérílagi« (NF. XII, 112). (1856) »Hinsvegar var það álit Þjóðfundarins, að ísland væri reyndar partur úr ríkinu (veldi Danakonungs), en ekki úr konungsrik- inu Danmörku, og heldur ekki úr »Danmerkurríki«, sem grundvallar- lögin frá 5. júní 1849 *tluðu að skapa« (NF. XVI, 1 — 2). (1856) »Ég má einnig játa, að ég fyrir mitt leyti hefði helzt kosið, að pegar laga skyldi sambandið milli Islands og Danmerkur, yrði pað eftir pví, er samsvaraði bezt eðli og pörfum beggja« (NF. XVI, 3). (1856) »Mér virðist, ef það verður sannað, að ísland hafi í önd- verðu gjörst sambandsland Noregs, svo sem einn hluti af Noregskon- ungs ríki, en sjálfum sér ráðandi, og einungis háður konungi; að það aldrei hafi verið partur úr Noregi; að það hafi gengið alveg á sama hátt undir Danakonung, án þess nokkur lögleg breyting yrði á sam- bandi þess frá því, sem áður hafði verið, og að ísland hafi haldið þess- um réttindum sínum, og jafnvel verið við þau kannast, án þess að það væri haldið partur ilr Danmörku eða Noregi: þá virðist mér, segi ég, ef þetta verður sannað, að menn verði að játa, að ísland hafi gilda Iöglega kröfu til landsréttinda sinna« (NF. XVI, 5). (1856) »Nú sér maður, að hér (o: í konungalögunum) er ekki neitt kveðið á um það, að ísland sé einn hluti ríkisins. lsland var pað, það er að segja, það var eitt af þeim löndum, er laut undir kon- ung« (NF. XVI, 61). (1856) »Og þó var allur meiningamunurinn í því fólginn, að Þjóð- fundarmenn vildu, að ísland væri skoðað eins og sérstakur ríkishluti, og stjórninni væri hagað eftir því, en að það vceri ekki innlimað Dan- mörku . . . Meirihlutinn bygði á því, að ísland væri ríkishluti fyrir sig, sem hefði sérstaklega stöðu í ríkinu, er alt til þessa hefði verið viðurkent í margan máta, en þó einkum með stofnun alþingis. Hann bygði þannig á því, að ríkið væri heild, sem hver rikishluti væri háð- ur, en hefði þó frelsi samsvarandi sinni sérstaklegu stöðu, og eftir því sem þar hagaði til; en í öllum almennum málum ætti hann hlutdeild í hinum tilvonandi fulltrúaþingum, og skyldi hann greiða tillag af sinni hálfu til almennra ríkisnauðsynja. Þó meirihlutanum sýndist samband- ið milli íslands og Danmerkur að lögum aðeins miðað við konunginn einan, stakk hann þó upp á því, að 4.-7. og 9.—17. grein grund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.