Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 26
182 danskan mann, dr. juris Knud Berlín, sem nú er orðinn prófessor í ríkisrétti við háskólann í Kaupmannahöfn, svo að búast má við, að orð hans verði mikils metin í Danmörku, þegar um slíkt er að ræða. Og þessi maður leggur nú til, að skipuð verði jarls- stjórn á Islandi, með dönskum jarli sem fulltrúa krúnunnar, er stjórni með íslenzkum ráðherrum, er beri ábyrgð fyrir alþingi. Hvernig mundi nú Jón Sigurðsson hafa tekið slíkri tillögu? Pví er auðsvarað: feginshendi. Samskonar tillaga kom einmitt einu sinni fram í hans tíð frá mikilsmetnum dönskum manni, Mon- rad biskupi, og Jón Sigurðsson skýrir oftar en einu sinni frá henni í ritgerðum sínum, og segir, að hún fari fram á »einmitt hið sama« og hann hafi haldið fram frá upphafi (Ný Fél. XXVII, 186), en því hafi »aldrei verið gaumur gefinn að ráði, fyr en nú á síðustu alþingum«, einkum á þinginu 1873 (Andv. I, 78—79). Petta er líka hverju orði sannara. Af ritgerðum Jóns Sigurðs- sonar má sjá, að jarlsstjórnarfyrirkomulagið hefir ávalt, frá fyrstu til síðustu stundar, fyrir honum vakað sem hið hentugasta og bezta stjórnarfyrirkomulag, sem Island gæti fengið. Hann hefir undir eins 1848, jafnskjótt og Friðrik VII. hafði afsalað sér ein- veldinu, í »Hugvekju til Islendinga« haldið þessu fyrirkomulagi fram (NF. VIII, 17—18); og í síðustu ritgerð sinni um stjórnar- málið, sem er einskonar pólitiskt »testamenti« hans, segir hann, að það sé auðsætt, að ekkert verbi eins hentugt og einfalt og liðlegt i alla staði eins og þetta fyrirkomulag. Jarlshugmyndin hafi svo rnargt til meðmælis sér, að það sé líklegt, að hún vinni fleiri og fleiri atkvæði, eftir því sem tímar líða fram (Andv. I, 118 — 19). Hann segir, að hún sé »hin fylsta og aflmesta hug- mynd um fyrirkomulag stjórnarinnar á íslandi«, sem fram hafi komið, og »hafi í sér hið fullkomnasta fyrirkomulag á henni (NF. XXIII, 28). Pað fyrirkomulag »haldi bezt landsréttindum vorum, tryggi bezt meðferð mdlanna og aýgreiðslu d Islandi og hafi mest líkindi til að verða alpingi og pjóð vorri að skapi«. En hann sé þó á því, að vel mætti komast af, þó ekki væri alt í einu landstjórnin sett á þann fót, að því leyti, að hún væri þeg- ar í svip gjörð svo fjölmenn og stórkostleg; hann sé »eimmgis fastur d pvi, að petta sé landstjórnarmark pað, sem vér purf- um að setja oss« (NF. XXIII, 36). Og enn þá tveimur árum fyrir andlát sitt, þegar hann hefir ekki lengur þol til að rita sjálf- ur um stjórnarmálið, en verður að láta systurson sinn og fóstur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.