Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 26

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 26
182 danskan mann, dr. juris Knud Berlín, sem nú er orðinn prófessor í ríkisrétti við háskólann í Kaupmannahöfn, svo að búast má við, að orð hans verði mikils metin í Danmörku, þegar um slíkt er að ræða. Og þessi maður leggur nú til, að skipuð verði jarls- stjórn á Islandi, með dönskum jarli sem fulltrúa krúnunnar, er stjórni með íslenzkum ráðherrum, er beri ábyrgð fyrir alþingi. Hvernig mundi nú Jón Sigurðsson hafa tekið slíkri tillögu? Pví er auðsvarað: feginshendi. Samskonar tillaga kom einmitt einu sinni fram í hans tíð frá mikilsmetnum dönskum manni, Mon- rad biskupi, og Jón Sigurðsson skýrir oftar en einu sinni frá henni í ritgerðum sínum, og segir, að hún fari fram á »einmitt hið sama« og hann hafi haldið fram frá upphafi (Ný Fél. XXVII, 186), en því hafi »aldrei verið gaumur gefinn að ráði, fyr en nú á síðustu alþingum«, einkum á þinginu 1873 (Andv. I, 78—79). Petta er líka hverju orði sannara. Af ritgerðum Jóns Sigurðs- sonar má sjá, að jarlsstjórnarfyrirkomulagið hefir ávalt, frá fyrstu til síðustu stundar, fyrir honum vakað sem hið hentugasta og bezta stjórnarfyrirkomulag, sem Island gæti fengið. Hann hefir undir eins 1848, jafnskjótt og Friðrik VII. hafði afsalað sér ein- veldinu, í »Hugvekju til Islendinga« haldið þessu fyrirkomulagi fram (NF. VIII, 17—18); og í síðustu ritgerð sinni um stjórnar- málið, sem er einskonar pólitiskt »testamenti« hans, segir hann, að það sé auðsætt, að ekkert verbi eins hentugt og einfalt og liðlegt i alla staði eins og þetta fyrirkomulag. Jarlshugmyndin hafi svo rnargt til meðmælis sér, að það sé líklegt, að hún vinni fleiri og fleiri atkvæði, eftir því sem tímar líða fram (Andv. I, 118 — 19). Hann segir, að hún sé »hin fylsta og aflmesta hug- mynd um fyrirkomulag stjórnarinnar á íslandi«, sem fram hafi komið, og »hafi í sér hið fullkomnasta fyrirkomulag á henni (NF. XXIII, 28). Pað fyrirkomulag »haldi bezt landsréttindum vorum, tryggi bezt meðferð mdlanna og aýgreiðslu d Islandi og hafi mest líkindi til að verða alpingi og pjóð vorri að skapi«. En hann sé þó á því, að vel mætti komast af, þó ekki væri alt í einu landstjórnin sett á þann fót, að því leyti, að hún væri þeg- ar í svip gjörð svo fjölmenn og stórkostleg; hann sé »eimmgis fastur d pvi, að petta sé landstjórnarmark pað, sem vér purf- um að setja oss« (NF. XXIII, 36). Og enn þá tveimur árum fyrir andlát sitt, þegar hann hefir ekki lengur þol til að rita sjálf- ur um stjórnarmálið, en verður að láta systurson sinn og fóstur-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.