Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 28
184 hinu, að rekja sögu jarlshugmyndarinnar og sýna með órækum gögtium, hve rík hún hefir ávalt verið í huga Jóns Sigurðssonar og þeirra manna, er honum stóðu næst og fastast vildu fylgja fram stefnu hans. Skal þetta gert með því, að tilfæra orðréttar greinar úr ritum hans (eftir aldri), svo ekki verði sagt, að neitt sé rifið út úr réttu samhengi; en leturbreytingar eru flestar gerðar af oss, þó sumar megi finna hjá honum sjálfum. I »Hugvekju til Islendinga«, 1848, segir Jón Sigurðsson svo: »það er nauðsyn, að auka réttindi alþingis, á sama hátt og í Danmörku verður gjört, og setja landstjórnarrá’b á íslandi, sem standi fyrir allri stjórn þar á aðra hliðina, en á hinn bóginn leiti um öll stór- mæli úrskurðar konungs. Til að standa fyrir slíkum málum hér (o: í Khöfn) þarf íslenzkan mann, sem hafi skrifstofu undir sér, og gegnum hana ætti öll íslenzk mál að ganga til konungs eða annarra. Ef menn vildi haga þessu svo, að í stjórnarráðinu væri ávalt fjórir: einn land- stjóri eða jarl og þrir meðstjórnendur, en einn af þessum þremur væri til skiftis í Kaupmannahöfn, sem forstöðumaður hinnar íslenzku skrif- stofu, sýnist sem það mætti allvel fara. Stjórnarherrarnir og jarlinn ætti þá að bera fram fyrir alþingi erindi af konungs hendi, og taka við þjóðlegum erindum þingsins aftur á móti. Peir ætti og að geta gefið allar þær skýrslur, sem þingið hefði rétt á að heimta af stjórn- arinnar hendi, og yfirhöfuð að tala hafa ábyrgð stjórnarinnar á hendi fyrir þjóðinni« (NF, VIII, 17—18). I ritgerð sinni »Um stjórnarhagi Islands«, 1849, ritar Jón Sig- urðsson um fyrirkomulagið á landsstjórninni á þessa leið: »Hið fyrsta atriði er það, að stjórnarathöfn öll hafi aðsetur sitt á íslandi sjálfu . . . Pess vegna þarf landstjórn á einum stað í landinu, og hafi að minsta kosti þrír menn þátt í henni; þeir hafi öll land- stjómarmál á hendi og fult vald til að greiða úr þeim, að svo miklu leyti sem ekki þykir nauðsyn á, að þau gangi til konungs úrskurðar . . . En að því leyti, sem ísland hefir atkvæðisrétt í almennum ríkis- málefnum, og þar að auki að því leyti, sem hin merkilegustu mál þess sjálfs þurfa að ganga til konungs úrskurðar, þá þarf það að hafa erind- reka sinn, sem hafi fulla ábyrgð fyrir konungi og þjóðinni, til þess að bera fram íslenzk mál til konungs úrskurðar, og svo til að taka þátt í umræðum almennra ríkismálefna í réði kcmungs. Honum yrði að vera falið á hendur að sjá um gagn og réttindi íslands, og vér ætl- um, að landið gæti haft fult eins mikið verulegt gagn af honum ein- um, eins og sjö þingmönnum og engum fulltrúa í ráði konungs« (NF. IX, 67—68, sbr. XXIII, 10). Hér er að vísu ekki beint farið fram á jarl eða landstjóra, en að sú hugmynd muni þó hafa falist bakvið, má ráða af tillög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.