Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 28

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 28
184 hinu, að rekja sögu jarlshugmyndarinnar og sýna með órækum gögtium, hve rík hún hefir ávalt verið í huga Jóns Sigurðssonar og þeirra manna, er honum stóðu næst og fastast vildu fylgja fram stefnu hans. Skal þetta gert með því, að tilfæra orðréttar greinar úr ritum hans (eftir aldri), svo ekki verði sagt, að neitt sé rifið út úr réttu samhengi; en leturbreytingar eru flestar gerðar af oss, þó sumar megi finna hjá honum sjálfum. I »Hugvekju til Islendinga«, 1848, segir Jón Sigurðsson svo: »það er nauðsyn, að auka réttindi alþingis, á sama hátt og í Danmörku verður gjört, og setja landstjórnarrá’b á íslandi, sem standi fyrir allri stjórn þar á aðra hliðina, en á hinn bóginn leiti um öll stór- mæli úrskurðar konungs. Til að standa fyrir slíkum málum hér (o: í Khöfn) þarf íslenzkan mann, sem hafi skrifstofu undir sér, og gegnum hana ætti öll íslenzk mál að ganga til konungs eða annarra. Ef menn vildi haga þessu svo, að í stjórnarráðinu væri ávalt fjórir: einn land- stjóri eða jarl og þrir meðstjórnendur, en einn af þessum þremur væri til skiftis í Kaupmannahöfn, sem forstöðumaður hinnar íslenzku skrif- stofu, sýnist sem það mætti allvel fara. Stjórnarherrarnir og jarlinn ætti þá að bera fram fyrir alþingi erindi af konungs hendi, og taka við þjóðlegum erindum þingsins aftur á móti. Peir ætti og að geta gefið allar þær skýrslur, sem þingið hefði rétt á að heimta af stjórn- arinnar hendi, og yfirhöfuð að tala hafa ábyrgð stjórnarinnar á hendi fyrir þjóðinni« (NF, VIII, 17—18). I ritgerð sinni »Um stjórnarhagi Islands«, 1849, ritar Jón Sig- urðsson um fyrirkomulagið á landsstjórninni á þessa leið: »Hið fyrsta atriði er það, að stjórnarathöfn öll hafi aðsetur sitt á íslandi sjálfu . . . Pess vegna þarf landstjórn á einum stað í landinu, og hafi að minsta kosti þrír menn þátt í henni; þeir hafi öll land- stjómarmál á hendi og fult vald til að greiða úr þeim, að svo miklu leyti sem ekki þykir nauðsyn á, að þau gangi til konungs úrskurðar . . . En að því leyti, sem ísland hefir atkvæðisrétt í almennum ríkis- málefnum, og þar að auki að því leyti, sem hin merkilegustu mál þess sjálfs þurfa að ganga til konungs úrskurðar, þá þarf það að hafa erind- reka sinn, sem hafi fulla ábyrgð fyrir konungi og þjóðinni, til þess að bera fram íslenzk mál til konungs úrskurðar, og svo til að taka þátt í umræðum almennra ríkismálefna í réði kcmungs. Honum yrði að vera falið á hendur að sjá um gagn og réttindi íslands, og vér ætl- um, að landið gæti haft fult eins mikið verulegt gagn af honum ein- um, eins og sjö þingmönnum og engum fulltrúa í ráði konungs« (NF. IX, 67—68, sbr. XXIII, 10). Hér er að vísu ekki beint farið fram á jarl eða landstjóra, en að sú hugmynd muni þó hafa falist bakvið, má ráða af tillög-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.