Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 13

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 13
169 tali af forfeðrum, sem hver fram af öðrum í ýmsum mjög mismunandi myndum hafa í 25 miljónir ára verið að berjast fyrir tilverunni og verið að reyna að gjöra náttúruna sér undirgefna. Ótal torfærur voru á leiðinni, en aldrei gugnuðu forfeður vorir, einn tók við af öðrum. Þó hver einstaklingur liði undir lok og rotnaði í jörðunni, þá lifði þó eftir af honum niðji hans, sem — var hold af hans holdi og blóð af hans blóði. fað eru í líkömum okkar allra frumagnir, sem eru jafngamlar lífinu og hafa gengið óbreyttar frá einum niðja til annars, alt frá fyrstu frumverunni, sem klofnaði í tvent og varð ættmóðir okkar allra. Pessar frum- agnir, þó smáar séu, hafa marga hildi háð og kynnu frá mörgu að segja — ef þær gætu talað. Pær hafa í rauninni upplifað alt, sem á æfidaga mannkynsins og ættfeðra þess hefur drifið, og á þeim óratíma hafa þær reynt margt og lært margt gagnlegt. í hverri einustu frumu í líkama okkar er agnarögn af fyrstu frum- verunni, sem fór á stað og jók kyn sitt. Og þessari agnarögn er það að þakka, að hver fruma hefur til að bera ýmsa hæfileika, sem lífsbaráttan hefur skapað hjá forfeðrunum. í miljónir ára hafa frumurnar barist fyrir tilverunni og mætt ýmsu mótdrægu. Bar- daginn hefur stælt kraftana og fegrað þroska þeirra; ein hefur komið annarri meiri og lífsafl þeirra hefur aukist við hverja raun, sem þær lentu í og komust lífs af úr, og þetta hefur erfst frá einni kynslóð til annarrar koll af kolli. — Vér gjörum ráð fyrir, að fyrstu frumverur lífsins hafi verið eitthvað svipaðar þeim agnar slímverum, er vér þekkjum í gruggugu vatni og köllum amöbur. Pær eru svo litlar, að augað fær aðeins greint þær í góðri smásjá, og svo viðkvæmar, að lítið má út af bera, til þess að stytta þeim aldur, sem reyndar sjaldan verður ýkjalangur og telja má í mínút- um. Sé það svo, sem ekki er ósennilegt, að frumfeður okkar hafi verið ámóta lítilfjörlegir, þá sjáum vér, að líkaminn hefur tekið geysi- miklum þroska og fullkomnun gegnum árþúsundirnar. Mannslík- aminn er eins mörgum sinnum þolbetri og traustari í lífsbaráttunni en amöban, eins og framþróunarskeiðin hafa verið ótalmörg, síðan hann var á hennar lága stigi. Pær bakteríur, sem geta étið amöb- una lifandi, gjöra manninum ekkert mein, og allskonar eitur, sem henni grandar, og ótal áföll, sem svifta hana fjöri, láta mannslík- amann óskaddan. — Pað yrði oflangt upp að telja, ef rekja ætti allar þær torfærur, sem líkami vor hefur lært að yfirstíga á rás aldanna í sínum mörgu myndbreytingum, en eitt vil ég sérstak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.