Eimreiðin - 01.09.1911, Page 13
169
tali af forfeðrum, sem hver fram af öðrum í ýmsum mjög
mismunandi myndum hafa í 25 miljónir ára verið að berjast fyrir
tilverunni og verið að reyna að gjöra náttúruna sér undirgefna.
Ótal torfærur voru á leiðinni, en aldrei gugnuðu forfeður vorir,
einn tók við af öðrum. Þó hver einstaklingur liði undir lok og
rotnaði í jörðunni, þá lifði þó eftir af honum niðji hans, sem —
var hold af hans holdi og blóð af hans blóði. fað eru í líkömum
okkar allra frumagnir, sem eru jafngamlar lífinu og hafa gengið
óbreyttar frá einum niðja til annars, alt frá fyrstu frumverunni,
sem klofnaði í tvent og varð ættmóðir okkar allra. Pessar frum-
agnir, þó smáar séu, hafa marga hildi háð og kynnu frá mörgu
að segja — ef þær gætu talað. Pær hafa í rauninni upplifað alt,
sem á æfidaga mannkynsins og ættfeðra þess hefur drifið, og á
þeim óratíma hafa þær reynt margt og lært margt gagnlegt. í
hverri einustu frumu í líkama okkar er agnarögn af fyrstu frum-
verunni, sem fór á stað og jók kyn sitt. Og þessari agnarögn er
það að þakka, að hver fruma hefur til að bera ýmsa hæfileika,
sem lífsbaráttan hefur skapað hjá forfeðrunum. í miljónir ára hafa
frumurnar barist fyrir tilverunni og mætt ýmsu mótdrægu. Bar-
daginn hefur stælt kraftana og fegrað þroska þeirra; ein hefur
komið annarri meiri og lífsafl þeirra hefur aukist við hverja raun,
sem þær lentu í og komust lífs af úr, og þetta hefur erfst frá
einni kynslóð til annarrar koll af kolli. — Vér gjörum ráð fyrir,
að fyrstu frumverur lífsins hafi verið eitthvað svipaðar þeim agnar
slímverum, er vér þekkjum í gruggugu vatni og köllum amöbur.
Pær eru svo litlar, að augað fær aðeins greint þær í góðri smásjá,
og svo viðkvæmar, að lítið má út af bera, til þess að stytta þeim
aldur, sem reyndar sjaldan verður ýkjalangur og telja má í mínút-
um. Sé það svo, sem ekki er ósennilegt, að frumfeður okkar hafi
verið ámóta lítilfjörlegir, þá sjáum vér, að líkaminn hefur tekið geysi-
miklum þroska og fullkomnun gegnum árþúsundirnar. Mannslík-
aminn er eins mörgum sinnum þolbetri og traustari í lífsbaráttunni
en amöban, eins og framþróunarskeiðin hafa verið ótalmörg, síðan
hann var á hennar lága stigi. Pær bakteríur, sem geta étið amöb-
una lifandi, gjöra manninum ekkert mein, og allskonar eitur, sem
henni grandar, og ótal áföll, sem svifta hana fjöri, láta mannslík-
amann óskaddan. — Pað yrði oflangt upp að telja, ef rekja ætti
allar þær torfærur, sem líkami vor hefur lært að yfirstíga á rás
aldanna í sínum mörgu myndbreytingum, en eitt vil ég sérstak-