Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 9
i6S Islandi, og fal alþingi að ákveða, hversu verja skyldi landinu til gagns og þjóðþrifa. Jón Sigurðsson lézt 7. des. 1879 á 69. aldursári. Fór bráða- birgða-útför hans fram í Khöfn. þar sem hann hafði jafhan átt heima, frá því hann kom þangað sem stúdent, og var hún gerð með svo mikilli viðhöfn, sem nokkur kostur var á. Sýndu Danir þá, að þeir kunnu að meta mikilmennið, þótt örðugt hefði reynst í þeirra garð oft og tíðum, því við útförina mættu bæði fulltrúi konungs, ráðherra Islands, forsetar ríkisþingsins og fjöldi ríkis- þíngsmanna, og hafði ríkisþingið gert fundarfall, til þess að svo mætti verða. Á kistuna lögðu landar Jóns í Khöfn silfurkrans með skildi innan í, og var á hann letrað (auk nafns o. s. frv.): »Oskabarn Islands, sómi ýess, sverð og skjö/dur«. Jón Sigurðsson var giftur frændkonu sinni, Ingibjörgu Ein- arsdóttur, og voru þau bræðrabörn.. Var hún hin ástríkasta og bezta eiginkona og samtaka manni sínum í hvívetna. Og svo mikið varð henni um lát hans, að hún lagðist rúmföst tveim dög- um síðar og reis ekki framar úr rekkju, en dó á 9. degi (16. des. 1879) °S var0 honum því samferða í gröfina. J>ví segir Matthías: Og brúðurin enn við hans aðra hönd sem elskan og trúfestin sefur. Næsta vor (1880) voru lík þeirra hjóna flutt til íslands og jarðsett á kostnað landsins í Rvíkurkirkjugarði með allri þeirri við- höfn, sem yfirleitt varð í té látin. Hefði hún ekki getað verið meiri, þó um þjóðhöfðingja hefði verið að ræða, því öllu var tjaldað, sem til var. Öllum var ljóst, að nú hafði ísland mist sinn bezta og ágætasta son, og sorg manna var því mikil, almenn og eínlæg. Pá kvað Matthías: Fjailkonan hefur upp harmakvein: »Hnigin er stoðin bezta, komið er heim, að bera sín bein, barnið mitt afreksmesta«. Fjallkonan syngur sorgarlag: »Sárt er mitt hjarta lostið; skjöld minn og sverð ég sé í dag sundur í miðju brostið«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.