Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 9
íslandi, og fal alþingi að ákveða, hversu verja skyldi landinu til
gagns og þjóðþrifa.
Jón Sigurðsson lézt 7. des. 1879 á 69. aldursári. Fór bráða-
birgða-útför hans fram í Khöfn, þar sem hann hafði jafnan átt
heima, frá því hann kom þangað seui stúdent, og var hún gerð
með svo mikilli viðhöfn, sem nokkur kostur var á. Sýndu Danir
þá, að þeir kunnu að meta mikilmennið, þótt örðugt hefði reynst
í þeirra garð oft og tíðum, því við útförina mættu bæði fulltrúi
konungs, ráðherra íslands, forsetar rikisþingsins og fjöldi ríkis-
þíngsmanna, og hafði ríkisþingið gert fundarfall, til þess að svo
mætti verða. Á kistuna lögðu landar Jóns í Khöfn silfurkrans
með skildi innan í, og var á hann letrað (auk nafns o. s. frv.):
» Óskabarn íslands, sómi þess, sveró og skjöldur«.
Jón Sigurðsson var giftur frændkonu sinni, Ingibjörgu Ein-
arsdóttur, og voru þau bræðrabörn.. Var hún hin ástríkasta og
bezta eiginkona og samtaka manni sínum í hvívetna. Og svo
mikið varð henni um lát hans, að hún lagðist rúmföst tveim dög-
um síðar og reis ekki framar úr rekkju, en dó á 9. degi (16. des.
1879) °§ vajð honum því samferða í gröfina. Pví segir Matthías:
Og brúðurin enn við hans aðra hönd
sem elskan og trúfestin sefur.
Næsta vor (1880) voru lík þeirra hjóna flutt til íslands og
jarðsett á kostnað landsins í Rvíkurkirkjugarði með allri þeirri við-
höfn, sem yfirleitt varð í té látin. Hefði hún ekki getað verið
meiri, þó um þjóðhöfðingja hefði verið að ræða, því öllu var
tjaldað, sem til var. Öllum var ljóst, að nú hafði ísland mist
sinn bezta og ágætasta son, og sorg manna var því mikil, almenn
og einlæg. Pá kvað Matthías:
Fjallkonan hefur upp harmakvein:
»Hnigin er stoðin bezta,
komið er heim, að bera sín bein,
barniö mitt afreksmesia«.
Fjallkonan syngur sorgarlag:
»Sárt er mitt hjarta lostið;
skjöld minn og sverð ég sé í dag
sundur í miöju brosiiö«.