Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 3
'59 finnanlegan uppeldisskort í þjóðlífi voru, þá lagði hann í því efni svo góðan grundvöll, að vonandi er, að barnabrek vor hverfi æ meir og meir, eftir því sem árin færast yfir oss og vér komumst af gelgjuskeiðinu, sem vér enn erum á. Pað sem mönnum verður starsýnast á í starfsemi Jóns Sig- urðssonar, er barátta hans fyrir landsréttindum íslands, enda var þar orustan hörðust, svo mest bar á mikilmenninu. Er þar fyrst að telja afskifti hans af endurreisn alþingis. Baldvin Einarsson og fleiri höfðu áður hrundið því máli á stað, en Jón lagði þar á smiðshöggið, með því að grípa tækifærið, er konungaskifti urðu og Kristján VIII. kom til valda, og færa honum ávarp og heilla- óskir frá íslendíngum í Kaupmannahöfn, þar sem farið var fram á stofnun fulltrúaþings á íslandi og fleiri umbætur. Tók konungur því hið bezta og ákvað skömmu síðar, að alþingi skyldi endur- reist, þó stjórnarráð hans væri því eiginlega mótfallið, en yrði að láta sér það lynda og hlíta boði einvaldskonungsins. En þegar endurreisn þingsins var fengin, urðu mjög skiftar skoðanir um fyrirkomulag þess og hvar það skyldi haldið. Vildu flestir, að það væri haldið á Pingvölium og Iagað sem mest eftir hinu forna alþingi, eins og konungur hafði líka bent á, og beittust margir af hinum merkustu mönnum landsins fyrir því, að svo yrði, og vörðu mál sitt af miklu kappi. En Jón Sigurðsson sagði, að þó tilfinningin mælti með Pingvöllum, þá mælti öll skynsemi og forsjálni með Reykjavík og að þingið yrði lagað eftir fulltrúa- þingum erlendis, sem betur ætti við vora tíma. Og svo vel varði hann mál sitt, að skoðun hans varð algerlega ofan á, þó mörgum þætti súrt í broti. Við næstu konungaskifti, er Friðrik VII. kom til vaida og af- salaði sér einveldinu (1848) kom þó fyrst verulega til kasta Jóns Sigurðssonar. Vildu Danír þá innlima ísland í Danmörku og láta íslendinga hafa löggjöf og stjórn sameiginlega við hana, þannig að þeir ættunokkra fulltrúa (6—7) á ríkisþingi Dana. Gegn þess- ari stefnu hófst Jón Sigurðsson handa og sýndi fram á, að Island ætti forn landsréttindi, og samkvæmt þeim gæti ekkert orðið ákveðið um samband þess við Danmörku nema af Islendingum sjálfum á fulltrúaþingi í þeirra eigin landi. Jafnframt krafðist hann þess, að ísland fengi innlenda löggjöf og stjórn út af fyrir sig og frjálst atkvæði um samband þess við Danmörku, og hlutdeild í löggjöf og stjórn þeirra mála, er menn kynnu að koma sér saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.