Eimreiðin - 01.01.1913, Side 7
7
Við höfum alls enga vissu fyrir því, að mannkynið muni lifa með-
an líft er á jörðunni.
Pegar grafið er fyrir húsum hér í miðbænum, má jafnan sjá
mörg lög hvert ofan á öðru, sand og möl og leir, og í þeim öll-
um ýmsar leifar dýra og jurta. Elztu lögin liggja vitanlega neðst.
Nú hafa menn víða á jörðunni fundið þess konar sallalög, svo
mörg og þykk til samans, að nemur þúsundum feta. Par eru
neðstu lögin æva-æva-gömul. Pessi lög eru þá eins og blöð í
bók; þau eru lífsins bók; þau segja sögu alls þess, sem lifað
hefir á jörðunni.
I fylgsnum jarðarinnar, langt niður, hafa fundist leifar af mikl-
um og máttugum dýrum, sem nú eru löngu útdauð. Mesti sæg-
ur af dýrum og jurtum hefur smátt og smátt gengið fyrir ætt-
ernisstapann og önnur komið til í þeirra stað. Eitt fuglakynið
gaf upp öndina hér við íslandsstrendur á öldinni sem leið. fað
var geirfuglinn.
Pað er því alls ekki óhugsandi, að þessi verði forlög mann-
kynsins, að kyrkingur hlaupi í það, og veslist það upp og deyi
út af, löngu áður en líf sloknar á jörðunni.
Á hverju veltur þá lífsvon mannsins?
Hún veltur auðvitað á umhyggju þeirra fyrir kyninu.
Þessvegna má hiklaust segja, að uppeldi barnanna er lífs-
spursmál mannkynsins.
Við manneskjur getum ekki rakið ætt okkar nema örstutt
upp á við. Reyndar hef ég séð hér á landi ættartölur alla leið
til Adams, en ég þykist mega fullyrða, að þær hafa ekki verið
teknar í Sýslumannaæfirnir, þó að þar kenni margra grasa.
En svo mikið kunnum við í ættartölu mannkynsins, að við
vitum, að ýmsar greinar ættarinnar hafa dáið út. Við vitum, að
rauðu mennirnir í Vesturheimi eru nú að veslast upp, og sama er
að segja um blámanna kynið í Suðurálfu heimsins.
Jörðin er ein, og hnöttótt eins og hnykill, okkar góða gamla,
jörð, en það er margbýli á henni. Hver þjóð er sem ein fjöl-
skylda og býr útaf fyrir sig. Sumar þjóðir hafa stórbú og margt
manns í heimili, t. d. Englendingar og Pjóðverjar, en sumar hafa
fátt fólk og lítið um sig, og til eru smáþjóðir, sem hokra í„hjá-
leigum; sumir segja, að ein hjáleigan heiti ísland.
fað er — eins og gerist í sveitum — talsverður nábúakritur