Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 8

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 8
8 milli þjóðarbúanna, stundum líka illindi og áflog, og enda mann- dráp. Allir muna viðureign Rússa og Japana nú fyrir skemstu. Búskapur þjóðanna gengur misjafnlega. En það er segin mannkynssaga, að þeim þjóðum búnast bezt, sem bezt ala upp börn sín mann fram af manni. Fyrir gott barnauppeldi hefur margt þjóðarsmábýlið orðið að stóru höfuðbóli. Fyrir ilt barna- uppeldi hefur mörg stórþjóð drepist út af, eða flosnað upp og orðið að hætta búskapnum. Við höfum sögur af ýmsum þjóðum, hvernig þær risu á legg — og liðu undir lok. Sumar hafa byrjað búskapinn á eyðiskikum. Það gerði ís- lenzka þjóðin. Og landið er enn í sömu ættinni, ætt frumbýling- anna, okkar ætt. Eg veit það er heit ósk okkar allra, að.fóstur- jörð okkar megi haldast í ættinni meðan heimur stendur. Gott uppeldi barna er lífsspursmál mannkynsins. Pað er þá líka lífsspursmál hverrar einstakrar þjóðar; það vita og játa allar helztu þjóðir heimsins nú á tímum. Hvað er uppeldi? Alt uppeldi er kensla. En hvað er gott uppeldi? Hvað á helzt að kenna börnun- um, svo að þau verði að góðum og nýtum manneskjum? Spurningin um gott uppeldi er ævagömul, en hún hefur ver- ið leyst á ýmsan hátt á ýmsum tímum. Pað var talið gott uppeldi hér á landi í fornöld, að venja unga menn við vopnaburð og allskonar líkamsíþróttir, og kenna þeim sögur og ljóð um afrek forfeðra sinna. Á seinni öldum þótti mestu varða að venja unglingana við öll heimilisverk og kenna þeim bænir og sálma. Bókvit þótti lítils virði. »Pað verður ekki látið í askana«, sögðu langafar okk- ar og langömmur. Nú á dögum er bókvitið haft í mestum metum. Nú er það viðkvæðið, að »ment er máttur*. Pess vegna hafa menn allan hugann á því, að kenna unglingunum að lesa og skrifa og reikna, og veita þeim sem mestan og margvíslegastan fróðleik; alstaðar eru skólar reistir, og enginn þykir lengur maður með mönnnum, ef hann er ekki skólagenginn. Hér á landi fjölgar skólunum með ári hverju, og alt þykir nú undir því komið, að troða sem mest- um fróðleik í ungviðið. Nú þykir líka sú þjóðin mest, sem bezta hefur alþýðumentun-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.