Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 10

Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 10
IO Eti fyrir allan þorra manna er mentunin ekki takmark lífsins, heldur hjálp í viðlögum, eitiskonar veganesti, sem ungum mann- eskjum er fengið, áður en þær fara á stað að vinna fyrir sér og leggja út á lífsleiðina, til að leita að hamingju sinni. Hvað er hamingja? Líklega það, sem flestir sækjast mest eftir. Nú veit ég ekki betur, en að allur þorri manna meðal ment- aðra þjóða sækist eftir því um fram alt nú á dögum, að afla sér auðæfa, að græða fé, sem mest má. Til hvers þá? Til þess að þurfa sem minst að hafa fyrir lífinu, og til þess að geta gert æfistund sína að gagnslausri gamanstund. Það er satt, að fæstir ná þessu marki. Fáir eru auðugir, flestir snauðir. En ástríðan er lík í öllum, og brýzt út hvenær sem færi býðst. Því verður ekki neitað, að hver er sjálfum sér næstur; sjálfs- elskan er réttmæt. En hún er engill, sem getur breyzt í djöful. Ef sjálfselskan er svo rík, að maður hiklaust lætur alt sitja á hak- anum fyrir eigin hagsmunum, þá er hún löstur og, meira að segja, einn hinn hættulegasti þjóðfélagslöstur. Pessi löstur er afaralgengur nú á dögum, þrátt fyrir mentun- ina. Pað er engu líkara, en að taumlaus sjálfselska einstakling- anna muni verða banamein margra núlifandi þjóða. Síngirnin er gamall löstur. Frá upphafi kristninnar hafa ment- aðar þjóðir kallað það guðdómlega kenningu, að hver maður eigi að elska náungann eins og sjálfan sig, en þær hafa ekki lifað eftir kenningunni. Nú eru menn að vona, að þjóðræði og jafnaðar- menska muni stöðva yfirgang sjálfselskunnar. — Pað eru fánýtar vonir. Sjálfselskan hefur aldrei verið hættulegri en nú, á þessum þjóðræðistímum. Nú bregður hún sér allajafna í líki ættjarðarást- ar, svo að það er orðið afarerfitt að vara sig á henni. Hún er orðin líkust skessunum, sem brugðu sér í drotningar líki og voru fagurmálar í fjölmenni, en mannætur í laumi. Hún er orðin flagð undir fögru skinni. f*að er auðvelt að sanna þetta með dæmum, fornum og nýj- um. En ég vil ekki haga mér ver en tóan, þið vitið, að hún bítur aldrei nærri greninu. Gætum að litlu þjóðveldunum í Vest- urheimi sunnanverðum. Pau eru sjálfstæð ríki — ekki vantar það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.