Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 11

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 11
— og mentunin eykst þar óðum, eins og hér og víðar; en ment- uðustu mennirnir ganga í tvo staði og eiga í sífeldum illindum. Peir keppa um völdin og segja það komi af ættjarðarást; en í raun réttri berjast þeir um arðinn af þjóðarbúinu, þeir leggjast til skiftis á auð landsins, og steypa þjóð sinni í óbotnandi skuldir. Grikkland er líka á heljarþröminni, og Portúgal, af því að for- kólfar þessara þjóða, mentuðustu mennirnir, hafa neytt máttar mentunarinnar til þess, að ginna lýðinn og féfletta hann. Rúss- neska þjóðin er því nær hungurmorða af líkum ástæðum. Og víðar er pottur brotinn. Petta er alvarlegt og ískyggilegt. Sagan sannar eitt og hið sama um allar þjóðir: Pær uxu og döfnuðu meðan ættjarðarást manna var ríkari en sjálfselskan. Svo var um Forngrikki framan af og Rómverja í upphafi Rómaríkis. Svo var og um íslendinga í blómatíð þjóðveldisins. Og þetta sannast á Japönum nú á dögum. En þegar þjóðræknin kólnar og sjálfselskan fer að ráða mestu um þjóðarhegðun manna, þá er glötunin vís, hversu mikil sem mentunin er orðin. Forngrikkir urðu mesta mentaþjóð heimsins á sinni tíð. Peir áttu skáld og listamenn og vísindamenn, sem allur heímur dáist að enn í dag. Pá var ættjarðarást þeirra svo rík, að hver sá trúnaðarmaður þjóðarinnar var gerður útlægur, sem uppvís varð að því, að hafa látið hagsmuni þjóðarinnar víkja fyrir eigin-hag sínum. Pá vörðust þeir árásum Persa með frábærri hugprýði; þá féll Leónídas í Laugaskarði og Milzíades á Maraþonsvöllum. En svo fór um síðir, að þjóðin spiltist. Pjóðræknin kólnaði þrátt fyrir mentunina. Þá rak að því, að forkólfar þjóðarinnar mátu meir mútugjafir og gullsendingar Filippusar Makedoníukonungs, en fortölur Demosþenesar landa síns, hins þjóðræknasta manns og mælskasta, sem uppi hefir verið. Síðan lutu þeir erlendum þjóðum yfir 2000 ár, og urðu brátt að fáfróðum aumingjum. Peir vöknuðu á öldinni sem leið, eins og margar aðrar þjóðir, við bergmálið af byltingunum miklu á Frakklandi. Og allir vildu liðsinna þeim vegna forfeðranna. Pars fjöllin mæna á Maraþon og Maraþon á æginn blá, þar gekk ég einn, þá greip mig von, að Grikkland mundi viðreisn fá,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.