Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 15

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 15
i5 frumlur kirtilsins velja efnin úr blóöi móðurinnar, og búa mjólkina til úr þeim. Mjólkin myndast því að eins, að konan ali barn, og heldur áfram að myndast, sé mjólkurinnar neytt af afkvæmi manna. Hver spendýrategund er af náttúrunnar hendi gædd þessum guðdómlega eiginleika, til þess að geta haldið við ættinni, eða með öðrum orðum: alið afkvæmi og komið þeim á legg. Spen- dýr hafa ýmsa byggingu, hvert öðru ólíka, og hver tegund hefur frábrugðnar nauðsynjar og þaríir annarri, að því er snertir viðbún- að í baráttunni fyrir lífinu. Sameiginlegt fyrir afkvæmi allra spendýra er, að þau þrífast því að eins til fulls, að þau geti neytt mjólkur móðurinnar. Onn- ur mjólk en móðurinnar er þeim óskyld og ónáttúrleg. Pess- vegna á ungbarnið að fá að neyta mjólkur móðurinnar, kálfurinn, folaldið og lambið á sama hátt o. s. frv. 2. Hversvegna á konan að hafa barnið á brjósti? Samkvæmt því, sem áður er getið, er það lögmál náttúrunn- ar, að konan ali ungbarnið á því efni, er hún veitir henni, því til viðhalds. Enginn má nú halda, að þetta sé sagt út í bláinn, því að það er staðfest af margra alda reynslu, að þetta er hollast og bezt. Pað ungbarn, er nýtur mjólkur móðurinnar, verður marg- falt mótstöðumeira og þolmeira, gegn ýmsum þeim hættum, er því mæta á fyrsta skeiði æfinnar, en hitt, er fær ónáttúrlega fæðu eða neytir fæðu annarrar dýrategundar, hverju nafni sem nefnist; mun nánar drepið á þetta síðar í grein þessari. Margt barnið missir líf, en sum heilsu, vegna þess glapræðis, að þeim er ekki leyft að neyta þeirrar fæðu, er náttúran hefur gert þau úr garði til að neyta og færa sér í nyt; dauðameinin eru tíðast magaveiki og næringartruflanir og minkað mótþol, sem þessu er samfara. fessi sannleikur er staðfestur af reynslunni, og því er það, að þeir, er skyn bera á þetta mál, berjast af kappi og áhuga fyrir því, að barnið fái náttúrlega fæðu, sér og öðrum til gagns. En samt skella margir foreldrar skolleyrunum við ráðum þeirra manna, er þeim ráða hollast og bezt í þessu efni. Pegar spurt er að orsökum til þessa, kennir þar margra grasa; oftast er sú viðbáran höfð, að konan mjólki ekki; algengt er og að bera við annríki og slappleika konunnar; heyrst hefur ennfremur sú mótbára, að brjóstin verði ófegurri með aldrinum en ella. Pegar farið er kryfja þetta til mergjar, kemur það brátt

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.