Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 26

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 26
26 Hrynhenda um Jón í Múla. Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON. Vörpulegum og vænum garpi varð eg feginn á bernsku-degi, — þjóðkjörnum í þingmanns- stöðu, — þá er hann í fyrstu sá eg; höfuð bar og herðar yfir hversdagsmanna flokk í ranni; eygður svo, að í mig lagði ægibál úr speglum sálar. Átti eg ferð og orti á hurðir arftakanda Héðins djarfa. Undi hann þá að elda-lendi Uxahvers með skapi hersis. Höndum tveim og hreifum anda hann tók mér og leiddi í ranninn ástúðlega með ærnum kostum, — ungan dreng með rím á. tungu. Braga ættar, brúna-léttur brýndi hann mig á ljóða-stigu. Síðan hafa símar góðir sálir okkar tengt að málum. Býð eg því hins bezta kvæðis bragarhátt, er geymir saga, — hljóm, er sæmir horskum guma, — hrynhenduna látnum vini. Börmum Jóns er búinn harmur, beygðum föður kjarkur deigður; eldmóð vöxnum skarð fyrir skildi; skygði að systrum efni hrygðar; skáldum sorg að horfnu haldi; harmur konu mestur að vonum; börnum skörungs bilaöar varnir, bringu-hlífar Austfirðingum. Hann var sínum heimamönnum hald og traust og gleðivaldur; rismikill, ef rak að þrasi, röggsamur og starfaglöggur. Undan gekk í iðjuvændum anna liði á sláttu-miðin. Lýður fræva ei lögum náði, ljárinn hans þegar gerði skára. Minnast lengi munu grannar Múla-skörungs, risnu-öra, aftan síð, er önnum slepti, yfir glóðum víns og ljóða. Skálda-frændi andans elda orna lét í hverju horni. Lengi verða lýðnum unga leiftrin þaug fyrir hugskots-augum. Verður seinfylt skjaldar-skarðið skyldmennum hins öra og milda; flokkinum, sem forysturakkur fullhugi mála sæmdi gulli. Undan gekk í viðsjár vanda vaðbergsmaðurinn langt úr hlaði; fljótur að sjá, hvar fiskar lægju faldir í leyni undir steinum. t i

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.