Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 27
2 7
Einn var hann af óðalsmönnum
andans, bæði til munns og handa,
snjall í máli og snar í öllum
snilligreinum og vann sér hylli;
hvass í bragði og oft í essi,
orðskylmingum vanur á þingi,
víkinglegur í sókna sökum,
sáttfús — maöur í öllum háttum.
Svört var brún, en heitt var
hjarta;
hafði ’ann æ í brúna-lægi
lýsigull, sem leiftrum olli,
ljóðkynjuð frá andans glóðum.
Reyndur maður í beyglum bænda
bragfýst kæfði æskudaga; —
elskur að list, þó anna fölskvi
að honum kyngdi sínum dyngjum.
Pingeyingur! langt og lengi
ljómar af þínum skörungdómi
Héðins snild, þó hamingju glaður
hvorigur stigi efstu sporin.
Voru svo og enn þá eru
örlög þeira, er flestum meiri
gerðir eru að bragði og burðum.
Brestur nokkuð á hamingju flestra.
Harðmannlegur til hinztu ferðar
horfðirðu, fram á brúarsporðinn,
þann er vísar yfir ósinn
ár, sem tveimur skiftir heimum.
Hermóðs leið er höll í spori;
hvarma-regn að sjá í gegnum;
Gjallarbrú með grind,sem fellur. —
Goðaland er þar fyrir handan.
Hetjulegur í hinzta máti
hljóður kvaddirðu fóstru góða,
hana, er var í huga þínum
hverja stund, í vöku og blundi.
þyrnigróður og þverúð barna
þreyttrar móður gerir hljóðan
dreng, er skal frá dáðum ganga,
dæmdur í mold frá starfi sæmdar.
Leikur söngva ljúfa og kvika
Laxár-hulda í skini og kuldum.
Vetur hverjan vakað lætur
vegleg Á í mötli bláum.
Hreima gráts í hennar ómi
heyrði eg þá, er Jón var dáinn.
Helluvaðs í álum öllum
eru tár í hverri báru.
Hjálmar flækingur.
fað fór ekki sem bezt orð af Hjálmari. Margir nörtuðu í
hann. En því gat enginn neitað, að hann væri framúrskarandi
rennismiður.
Að vísu voru hlutir, sem hann hafði rent, sjaldgæfir — eins
og alt annað gott. Orsökin var sumpart sú, að hann hvergi