Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1913, Page 31
3i Hún varð honum þó brátt of þung byrði, og hann rendi þá tréfót handa henni og studdi hana svo áfram, eins vel og honum var unt. En nú kom það fyrir, að hvar sem þau komu, stríddu krakk- arnir Sólrúnu á tréfætinum, og uppnefndu hana; og fullorðna fólkið hæddi Hjálmar fyrir, að hann væri farinn að »fjölga í búi«, og spurði hann, hvenær sem hann kæmi með »konuna« og alla trossuna. fað yrði víst félegur hópur! Einkum ef þau öll væru hölt eða vönuð! Pað voru þungir dagar fyrir aumingja umrenningana. Hjálm- ar reyndi fyrir sitt leyti að bera mótlætið þolinmóðlega. En þeg- ar hann sá Sólrúnu gráta beiskum tárum yfir tréfætinum og á endanum fælast að mæta nokkuru barni, blæddi honum, að hann hafði tekið hana að sér. Pað er sagt, að ástin sé blind — eins oft er hún þó víst sjáandi. Að minsta kosti kemur hún mörgu kynlegu til leiðar. Einn góðan veðurdag fann Hjálmar upp á því, að skera út tréfót Sólrúnar. Hann risti ýmsar myndir og hluti á fótinn, og gjörði hann á stuttum tíma að einkennilegu listaverki. Og þegar sá tréfótur, eftir því sem hún óx, varð of stuttur handa henni, bjó hann til nýjan, og þannig koll af kolli, miklu oftar en við þurfti. En alla tréfæturna bar hann með sér, stað úr stað. Og nú varð æfin önnur fyrir Sólrúnu litlu. Áður höfðu öll börn gjört sér að skyldu, að hnýta í hana, — nú þótti þeim engin vera sem hún. Hefðu jafnöldrur hennar mátt kjósa, hvort þær vildu heldur vera prinsessa eða Sólrún, mundu þær ekki hafa hugsað sig um eitt augnablik, heldur strax kosið að vera flækingstelpan. Svo mikið þótti þeim til koma um tréfæturna hennar. En tréfæturnir voru líka sjaldséðir gripir. Á sumum þeirra sáust furðuleg kynjadýr í bardaga hvert við annað; — það var á vetrar- og rigninga-fótunum. En á sumar- og sólskinsfótunum voru blómsveigar og undarleg landslög. Og enn voru nokkrir fætur, sem Hjálmar hafði skorið á atburði úr fornsögunum, eða æfintýri, sem hann sjálfur bjó til. Sólrún varð að sýna alla tréfæturna, hvar sem þau komu, og Hjálmar að skýra frá, hvað á þeim stóð. þau urðu brátt svo velkomin hvarvetna, að rómur fór af ferð

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.