Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 32
32 þeirra. Peirra var því oft beðið með óþreyju, og þeim tekið mætavel, eins og góðum gestum. fvílíka skemtun, eins og að sjá tréfætur Sólrúnar og heyra skýringar Hjálmars, hafði fólk ekki áður þekt. Og stundum buðu menn, — sem þó gengu á báðum fótum heilum, — hátt verð fyrir tréfót, sem þeim nú leizt einkar vel á. En tréfæturnir voru ekki falir. — Pó kom sú tíð, að þeir voru seldir. Sólrún var þá tuttugu og eins árs og trúlofuð ungum manni, sem ekki átti fremur jarðneskt góz en hún sjálf. Þá fann Hjálmar upp á því, að selja tréfæturna, og útvega henni þannig heimanmund, svo þau gætu gifst. Pað tók mestan hluta árs, að koma því fyrir. Hjálmar var nú maður við aldur, og hafði langt, grátt hár og skegg. Hann og unga stúikan leiddust sömu leiðina, sem þau höfðu svo oft áður farið. Þegar fólk fékk að vita, að þetta var seinasta ferðin þeirra saman, var þeim tekið með veizluhöldum og ýmsum vinabrögð- um. Peim var fylgt á leið frá hverjum bæ — allir, sem við- staddir voru, þar á meðal hundar, heimalömb og alikálfar, fylgdu þeim út fyrir túngarðinn. Oft runnu tár við kveðjurnar. Mörg hjörtu viknuðu. Og Hjálmar varð að lofa því statt og stöðugt, að koma við næst. Pví hann mundi þó varla ætla sér að setjast í helgan stein? Nei, sú var ekki ætlun hans. Og hann lofaði að koma við næst, þegar leið hans lægi um þær slóðir. Pað var að vetri til, að Hjálmar og Sólrún luku ferð sinni, og komu þar í sveit, sem unnusti Sólrúnar var vinnumaður og beið eftir heitmey sinni. Hjálmar keypti handa þeim jarðarskika. Og í annnað skifti á æfinni settist hann um kyrt mánaðartíma — einmitt svo lengi, að honum auðnaðist að sjá uppeldisdóttur sína í hjónabandi. Á meðan var hann að skera út nýjan tréfót, sem hann lagði sig mjög í líma við. Hann risti á hann æfintýri, sem hann sjálf- ur hafði skáldað. Æfintýrið var um stóran og stirðan eikarbjálka, sem flæktist fram og aftur um hafið. Öldurnar kendu í brjósti um hann, af því hann var svo einmana, og gáfu honum frækorn, sem hann sáði í rifu, þar sem hann geymdi dálítinn moldarköggul. Frækornið óx og varð að stóru, fögru blómi. Og bjálkinn sigldi nú hreykinn frá eyju til eyju og sýndi prýði sína. En svo bar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.