Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 34

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 34
34 heldur stefnir fram og ryður sér braut, hvað sem hver segir, a& »marki því, sem hulið er«. Og frumherjar hinna nýrri skoðana fylgja sömu breytingarstefnunni, sjálfrátt eða ósjálfrátt, enda stund- um í blindri trú á sigur þeirra sanninda, er þeir boða. I trúmál- um nú á dögum er og minni þörf að óttast mótspyrnu eða skoð- anir fjöldans, heldur en nokkurntíma áður; því fyrst er það, að öll kirkjutrú er víða orðin eins og niðurlagsfat, og í annan stað er eiginleg guðrækni, eða trúin á guð og hið góða, svo og ódauð- leika sálarinnar, látin óáreitt eða boðuð með enn meiri áherzlu en áður. I Danmörku báru margir þessu vitni í fyrra, þegar presturinn Barfoed sagði af sér prestskap og kennimensku.1 Hann var talinn hálærður guðfræðingur og fróðastur maður í Danmörku um alt, sem laut að tíðaþjónustu (Litúrgí). Segir hann svo, að það hafi fyrst vakið vantrú sína eða efasemdir, er hann sá, að sprédikunin var fyrir löngu komin út úr öllu jafnvægi við altaris- þjónustuna, svo hið allra-helgasta, sem ávalt hafði verið, var að mestu horfið úr guðsþjónustu kirkjunnar«. Einnig segir hann svo: »Af hinum óteljandi bréfum, er mér bárust eftir fráfall mitt, jafnt frá trúuðum og vantrúuðum, sá ég fyrst, hve sorglegt er orðið ástand þjóðkirkju vorrar; má sjá af þeim vitnisburðum, að stór- mikill meirihluti þjóðarinnar er ókristinn«. í »Dönskum kirkjutíð- indum« 1911 stendur: »í höfuðstaðnum og kaupstöðunum má óhætt segja, að meirihluti rnanna sé »fríþenkjarar«, annaðhvort af sannfæringu eða léttúð; en á landsbygðinni er eflaust meirihlutinn Únítarar«. Ritgerð sú, er hér birtist á íslenzku, og samin er af hinum þjóðkunna ræðuskörungi Englendinga Campbell, er ein af átján ritgerðum eftir nokkra hínna ágætustu guðfræðinga samtíðarinnar í ýmsum löndum, er prentaðar voru 1909 í hinu fræga tímariti »Hibbert Journal«. Allir þessir höfundar2 — nema Roberts einn — halda því fast fram, að Jesú einum beri Krists-nafnið, svo og að Jesús sé 1 »Skriftamál« hans (Redegorelse) um það, sem dró hann til að segja upp embætti, er átakanlegt teikn vorra tíma, auk þess sem ritið er höfundi þess til ævarandi sóma, enda hlaut hann full eftirlaun og virðingu allra skynsamra manna. 2 Auk prestsins R. Roberts, sem hóf deilu þessa, skal hér nefna nokkra af helztu höfundunum: R. J. Campbell, P. W. Schmiedel í Ziirich, H. Weinel í Jenar Henry Jones í Glasgow, Sir Oliver Lodge í Birmingham, N. Söderblom í Stokk- hólmi, A. E. Garvie í Lundiínum, B. W. Bacon í Ameríku og loks Únftarana

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.