Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 37
37 segja, að Kristshugmyndin hafi ráðið hugsunum Gyðinga, og jafnvel komist út yfir landamerki þeirra, áður en Jesús hafi framkomið. Hverjum breytingum sem hugmyndin kann að hafa orðið fyrir af kenningum hans og áhrifum, hefur hann hlotið að taka trúarástandið, sem var fyrir í landinu, eins og það var, með Kristshugmyndina efst á blaði. Sé játning Péturs: sfú ert Kristur«, sannsöguleg, liggur í henni að meistarinn tekur á móti þessu nafni með þýðing, sem kunn- ug var, og í samþykki hans felst það, að sú þýðing gat eigi verið lærisveinum hans ókunn. Að grenslast eftir, hvernig orðið var alment skilið, það er sama sem að leita skýringar, ekki einungis á þeirri hug- mynd, heldur og á öllu því, sem þá bjó í hugsunarhætti manna í and- legum efnum, og sérílagi í trúar- og stjórnar-eftirvænting og óskum þjóðarinnar. Og þegar nafnið er aftur tekið upp af síðari rithöfund- um, eins og í bréfum Páls og í fjórða guðspjallinu, og vér verðum varir við, að það hefur nýjar hugmyndir í för með sér, sjáum vér, að -oss er einsætt að spyrja um, hvaðan þær hugmyndir hafi komið. f’að er eigi hugsanlegt, að þær hafi að öllu leyti komið upp hjá Gyðingum. Hvaðan voru þær þá komnar, og hvernig? eða hvernig urðu þær látnar laga sig eftir gyðinglegum skoðunum? Auðsjáanlegt er, að Kristshugmyndin, eins og hún kemur fram í þeim ritum, hefur hlotið eitthvað að breytast á tímanum frá dauða Jesú til byrjunar — látum oss segja — tímabilsins, sem tók við eftir daga postulanna. l’að verk, að skýra þetta, og að rekja að réttum nppsprettum allar þær lindir, sem mættust sem í einni móðu í Kristsfræði fjórðu aldarinnar, því hafa gagnfróðir höfundar unnið að bæði með miklum áhuga og grann- skygni, og þó hefur þeim eigi tekist sú viðleitni nema að sumu leyti, sem, eins og ég hefi bent til, er að kenna slitróttum heimildum. Þó er þetta svæði þess eðlis, að vænta má mikils árangurs, áður en langt um líður; en eins og nú stendur, eru eigi nægar sannanir fengnar til þess, að vér megum áræða að segja skýlaust, hvað samtíðarmenn Jesú og samlandar hugsuðu og fundu 1 nafninu Kristur, ellegar hvern hlut erlend áhrif áttu í breytiþróun þess, þegar það var orðið samvaxið Jesú nafni. Hið sanna er, að það hafa verið til margar, og jafnvel sundurleitar, trúarskoðanir um þann Krist, sem Gyðingar væntu, að koma mundi á hérvistardögum Jesú, Fáar þeirra hafa verið færðar í letur, nema þá í brotum. Pað sem alþýðan hugsaði sér eða ímynd- aði, er mikilsvert, en alþýðan ritaði eigi bækur. I’að var meðal al- þýðu þjóðarinnar, að Jesús fékk flesta játendur, að því er oss er kent. Helgirit Gyðinga var fyrir löngu farið að notfæra eins og ákveðna heild (canon), enda mætti það villa menn, ef leiða ætti af því nokkrar getur um, hvaða hugmyndir alþýða manna haiði í trúarefnum yfirleitt, og um Krist eða Messías sérstaklega. i’að verður því með varúð að ráðast í að drepa í fljótu máli á helztu rætur hinnar fornkristnu trúar viðvíkjandi Kristi, sem kirkjan gerði sömu þýðingar sem Jesús. Fyrsta rótin var að sjálfsögðu Messíasar-vonin. Það þótti áður fyrri nægilegt, ef prestar og guðfræðingar leiddu Kristshugmyndina af Messíasar-eftir- væntingum Gyðinga í gamla testamentinu. Eftirvæntingar finnast þar, en eigi þesskonar, er leysi úr voru spursmáli. Messíasar-vonin á dög- um Jesú var þaðan sprottin, en var orðin breytt. Meðal fólksins, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.