Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 42
42 Galíleu. Kristur hjá Páli er voldugur ytirboðari, háleitt summum bonum (d : hin æðstu gæði), eigi óbreyttur maður og kennari, sem gekk um kring og kunngjörði landsmönnum sínum dásamlega hluti um guð og hans himnaríki. í augum Páls var hið jarðneska starf Jesú og kenn- ing ekki neitt; hann byrjar þegar vitnisburður guðspjallamannanna hættir; alt það, sem hann segir um Krist, heiði hann alt eins getað sagt um einhvern annan mann með öðru nafni en Jesú. En er þá ekkert lífssamband milli nafnanna? Kemur Krists-hugmyndin ekkert Jesú við, eða er hún ekkert bundin við nafn Krists eða verk? Vitum vér þá ekkert um, hver Jesús fyrir meir en nítján öldum í raun réttri var, hvað hann sagði og starfaði? Ég er á þeirri skoðun, og að sú staðhöfn sé mikilvæg, því hún ljær Krists-hugmyndinni mátt og megin og gerir hana að gleðiboðskap á vorum tíma. I fyrsta lagi er það staðreyndur hlutur, að engin stórvæg andans hreyfing hefur framkomið enn í sögunni, án þess að þungamiðja hennar hafi verið eitthvert mikilmenni, er kom henni af stað. Hvað hefði orðið úr meþódisman- um án Wesleys, eða Fransiskus-munkunum án stofnandans? Persónan er mesta aflið í heiminum, og undir eins mesta undrið. Stórmenni, sem verður arinhlóð og uppkveikja einhverrar hreyfingar, þarf eigi að hafa stofnað neitt nýmæli, heldur einungis að verða sálin í því, sem var áður til. eða koma orðum að því, sem þegar lá í loftinu; en hann er ómissandi, ef úr því á nokkur hreyfing að verða. sem þróttur sé í; hugsjónir eru ósjálfbjarga, þangað til persónan gefur þeim vængi. Og það er þetta, sem hlýtur að hafa farið fram á Gyðingalandi, þeg- ar hinn ungi trésmiður hóf köllunarverk sitt á hinum örlagaríka tíma. er vér köllum upphaf hinnar kristnu aldar. Ég segi hlýtur, því öll þvílík atvik í sögunni styrkja þá tilgátu. í öðru lagi höfum vér góða ástæðu til að fullyrða, að það séu allsheijar eðlislög, að engin hreyfing megi siðferðislegá hærra komast, en sú persóna stóð, sem vakti hana. Þessi staðhæfing verður að vísu varla röklega sönnuð, en hún er þó vissulega á reynslunni bygð, eigi síður en á trú vorri á skynsamlega niðurröðun tilverunnar. Vér megum óhætt meta gildi mannsins eftir eðli þeirrar hreyfingar, sem ber nafn hans. Sú hreyfing má umbreyt- ast á ótal vegu, en ávalt mun henni fylgja ómur einhvers drottinsorðs, eins lengi og hún geymir líf í sér, og það drottinsorð heldur jafnlengi á lofti manngildi höfundarins. Um þetta má deila, en trauðlega rengja. Ómur drottinsorðsins í kristindóminum hefur ávalt verið sameining tveggja sundurlausra hluta: strangleiks við sjálfan sig í dómum, og vorkunnsemi og líknar við aðra. Siðfræði kristindómsins er, að glata lífi sínu til að frelsa það, eða að lifa sínu eigin lífi eins og fyrir alla, ellegar að gera sig sem mestan öllum til góðs. Þessi ódauðlega mót- sögn, sem hugsjónin er fólgin í, má vera, eða ekki vera, Jesú eigin orð, en úr því þetta er sálin í kristindóminum, megum vér fyllilega álykta, að það sé komið frá þeirri kenning hans, sem fylti lærisveina hans lotn- ingu fyrir anda hans, og ef til vill bæði undrun og ótta. Líf, sem öllu er varið til sjálfselskulausra áforma, vekur ávalt slíka lotningu, enda þótt ófullkomið væri og endaslept. Mér skilst og svo, að það sé óhugsandi, að Jestís hafi eigi verðskuldað alla þá elsku og lotningu, sem hann hlaut. Ofsatrúarmenn mundu hafa safnast að honum, ef
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.