Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 43

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 43
43 hann hefði viljað gefa eins glæsileg fyrirheit, eins og fals-Messíasar gerðu, og fórust fyrir þá sök; en binir fyrstu lærisveinar Krists báru óðar ávexti heitustu trúarsannfæringar, langtum háleitari en svo, að öfgatrú gæti heitið. Eg heyrði einu sinni Fairbairn (hinn fræga kenni- mann) segja í ræðu: »Menn verða ekki frelsaðir með goðsögnum né endurfæddir með öfgasögum* F’ar komu fram andleg og heilög áhrif. Hver gat orsökin verið? Þessi rökleiðsla er eins ábyggileg, og alt eins góð og gild eins og rituð heimild. Það má virðast lítið undir því komið, hvort guðspjöllin voru rituð á fyrstu öld eða annarri, eða hvort þau eru samsetningur sagna, er víðsvegar höfðu myndast manna á milli og svo voru ritfærð hvort fyrir sig eftir skoðun og stefnublæ rit- arans; um eitt megum vér vera nægilega vissir, og það er, að enginn slíkur kenninga- og hugsana-vefur hafi getað spunnist um ímyndaðan eða minniháttar mann. Ennfremur sakar það lítið, þótt sýnt verði, að Jesús, sem guðspjöllin lýsa, hafi eigi verið samkvæmur í öllu við sjálf- an sig, eða að hann hafi verið takmarkaður af fordómum aldarinnar. Prestinum Vaysey er velkomið að sýna og sanna hverja bresti, sem vill, í einstökum efnum hjá meistaranum. Segjum, að Jesús hafi verið, hafi hlotið að hafa verið, ófróður urn marga hluti, sem allir vita nú, — þótt hann að öllum líkindum hafi eigi verið ómentaður maður; ofar alþýðunni í Galíleu hefur hann staðið, því enginn fáfróður maður hefði mátt ná fullu fylgi og trausti slíkra manna, sem þeir voru, er stofnuðu söfnuð postulanna (postulakirkjuna) og fluttu veröldinni svo háleit trúarbrögð, studd af svo fullkominni sjálfsfórnun. Samsinnum því, ef vill, að fjallræðan nái eigi út yfir allar lífsreglur, að víða liggi eyður eftir, sem mannlega reynslu varði; segjum og, að sum af boð- orðum hennar séu óframkvæmanleg í voru mannfélagi, eða ef til vill eigi heldur æskileg; játum loks erfiðleikann á að skilja kenningar þær, sem Jesú eru lagðar í munn um hin síðusta rök: það er þó víst og satt, að sá, sem megnaði að innræta öðrum trú á guð, þá trú, er leiddi til svo fastrar og öflugrar viðleitni á að lifa til blessunar mannkyninu, hlaut að hafa verið óvenjulegt stórmenni. Að tala um hann eins og siðferðislega al-fullkominn, er oss ofvaxið, og enn hættulegra er, að kenna »syndleysi« hans, því að með því leiðumst vér til að leggja alveg röng og villandi ákvæði á skyldleika guðs og manns.1 Ég er þeirrar skoðunar, að Jesú hefði þótt lítið koma til þesskonar skoðana, og hafnað þeim og hrundið, að því er hann sjálfan snerti. Siðferðis- algerleika hjá einstökum manni, eins og endimarkinu sé þar náð, verð- um vér að hafna, hversu langt sem komast megi; hvað sá algerleiki þýði, veit enginn maður, né fær að vita, fyr en mannkynið helur náð ákvörðun sinni, en hvernig sem hún verður, nær enginn einstakur maður henni einn. Að segja mann lausan við synd eða án syndar, og kalla það endimark andlegrar viðleitni, það yrði ekki nær hinu rétta, en að segja, að höggva beri brumið af hveijum frjóanga, því þá næð- ist endimark trjáræktunarinnar. Mannkynið er eitt, ódeilileg heild, og 1 Ég sé eigi betur, en að hér fylgi Campbell alveg skoðun Únítara. f>y ð.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.