Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 45

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 45
45 á tungum frumbyggjanna, verður þar af leiðandi aldrei að beinum þætti hinna innlendu bókmenta, enda þótt það geti mótað hugsunar- hátt næstu kynslóða að einhverju leyti, og þannig átt óbeinan þátt í myndun nýrra innlendra bókmenta. Þessar bókmentir landnemanna verða því annaðhvort að falla með þeim í útlendingsgröfina eða leita sér hælis og athvarfs til heimalandanna. Meðan þessi geysilega mannfélagsmálmbræðsla er í aðsigi, keppast landnemarnir — frumherjar ungu, voldugu þjóðarinnar — við að skrá- setja á tungum feðra sinna sögu tilfinninga sinna, hugsana sinna og athafna, áður en og jafnframt og þeir dragast aftur úr og týna tölunni fram með alþjóðabrautinni. Svona er því að minsta kosti háttað á meðal vor Vestur-íslend- inga. Pessar »raddir frá hyldýpi hafsins« hljóma hjá flestum líkt og angistarkvein þeirra, sem undir eru að verða, hjá einstökum eins og sigurorð þeirra, er lagt hafa undir sig landið, og hjá enn öðr- um hvorttveggja í senn — sem líksöngur hverfandi kynslóðar og vögguljóð vonbjartrar æsku. Enn' «r margt, að vísu, sem ritað erj og sungið, líkara útburðarvæli en’ nokkru öðru. Og jafnvel það er náttúrlegt, því hingað hafa lent útburðir heimalandsins engu sjaldn- ar en óskabörnin. En þrátt fyrir það hefir þó verið langt of lítið gjört úr vestur-íslenzkum þókmenta- tilraunum til skamms tíma beggja megin hafs. f’að var ekki fyr en St. G. Stephánsson hafði sýnt það svart á hvítu, að hann var alt í senn: eitt hið frumlegasta, íburðar- stærsta og atkastamesta íslenzkt ljóðskáld í heimi, að mentamenn heima á íslandi tóku til að klóra sér á bak við eyrað og spyija: Er þetta Vestur-íslendingur ? Ef svo er, þá eigum við vesturheimskar bókmentir. Og þó er hann ekki einn. Vér eigum og höfum átt flokk manna — söguskáld, ljóðskáld og tónskáld — er lýsa munu »sem leiftur um nótt« löngu eftir að baugabrot íslenzks þjóðernis hér vestra verða bráðnuð saman við silfur- og tinhnappasafn hinna þjóðanna í alþjóða- deiglunni vestrænu. Einn þessara manna, og fyrir margra hluta sakir meðal hinna langmerkustu, er Gunnsteinn Eyjölfsson. Það er talið mjög sjaldgæft, að sami maður sé listamaður með afburðum í fleiri en eina átt. Englendingar benda mjög svo hróðugir á Dante Gabriel Rosetti, sem talinn var í hópi beztu skálda sinnar

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.