Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 49

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 49
49 ! 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 I 2 13 14 i s—, ,8„-4. Nearker°L,A God to Thee. } p"!n,■1 tl'kJ*"w’t' < Chtatgo, ,8„. Blunda, þú blunda. (Eimreiðin, 1898). Sumarnótt á heiði. I Tv0 vestur-íslenzk songlog. His mother’s his sweetheart. (Montreal, 1901). Nótt. (Freyja, 1901). Morgunbæn. (Dvöl, 1902). Jól. (Freyja, 1903). Já, vér elskum Isafoldu. (Frækorn, 1905). It grieves me. (Montreal, 1910). Heiðbláin. (í þessu hefti Eimreiðarinnar). Hið þrettánda á listanum er lagið: Mig hryggir svo margt, með enskri þýðingu á kvæðinu eftir meistara Eirík Magnússon í Cambridge, raddsett á tvo ólíka vegu, — fyrir eina rödd og hljóðfæri, og fjórar raddir, — og er hvorttveggja meistaraverk. Hann bjó og undir prent- un, safnaði og raddsetti stórt safn af allskonar söngvum, andlegs efnis mest, eftir fræga höfunda. 1 því safni var og, að ég held, tvö eða þrjú lög frumsamin. Handrit þetta sendi Gunnsteinn heim til íslands. og átti að prentast þar. Hefir aldrei með vissu til þess spurst síðan. En lauslegar fregnir bárust um það, að einum mest áberandi söng- fræðingi landsins hafi verið falið af kostnaðarmanninum, að sjá um prentun og prófarkalestur bókarinnar, en muni í þess stað hafa stungið því undir stól. Auk þessa hefir hann skrifað raddir og undirspil við fjölda laga eftir aðra höfunda, og má um sumt af því segja, að fylgi- raddirnar séu bezti parturinn. f>að má með sanni segja, að sönglög Gunnsteins sál. séu spegili ■af lundarfari hans og tilfinningalífi. Þau eru öll þýð, náttúrleg og hljómfögur, og innri bygging þeirra, einkum hinna síðari, mun betri og heilbrigðari en menn eiga alment að venjast. Ég tel víst, að sum- um hinna yngri söngfræðinga íslands þyki þau ekki nógu frumleg. En þeir, sem gæddir eru listargáfunum, þurfa ekki að hugsa um slíkt. Listin kemur þar ósjálfrátt fram í því, sem eðlilegt er og hreint og göfugt, þótt eitthvað svipað hafi kannske áður heyrst. Hinir, sem »vantar eldinn«, eins og Matthías kvað, leita helzt athvarfs til óeðli- legra bresta og afkáralegra tónstigaglenna, en verk þeirra er ekki tón- ljóð, því hljómasamhengið vantar. Pað eru falsraddir, af því höfund- ana skortir einlægni og sjálfshirtingu; og marghljómamir eru þjalarsvarf og sagarsarg, af því eyru þeirra skynja aðeins ósamræmið í tilverunni, en eru urn eilífð lokuð fyrir hinu heilaga samhljómaveldi heimsheildar- innar. Frjósamasta tímabilið í æfi Gunnsteins, að því er bókmentir og músík snertir, eru tíu eða tólf ár fram að árinu 1905. Eftir það kemur ekkert nýtt út eftir hann nema blaðagreinar. Stafar það ef- laust á parti af því, að störf hans jukust sífelt, og heilsan tók að bila. Samt mun hann hafa starfað allmikið í kyrþey, að sagnaritun og þó 4

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.