Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.01.1913, Qupperneq 50
50 einkum að tónkveðskap. 1 bréfi, er hann skrifaði undirrituðum hálfum mánuði fyrir andlát sitt, segir hann meðal annars: »Eitthvað ofurlítið hefi ég fengist við að rita músík, en helzt hafa valist til þess stundir, þegar ég er svo veikur, að ég get ekkert annað gjört — því altaf eru stöifin nóg, ef heilsan væri ekki biluð«. Ég veit nokkurnveginn með fullri vissu, að hann hafði stóreflis tónljóð (oratori) í smíðum, ásamt fjölda smærri laga, sem aldur entist ekki til að fullgjöra. þarna komum vér því ósjálfrátt, í gegnum orð hans sjálfs, að þvt atriði, sem áður var á dj-epið, atorkunni og eljuseminni. Þegar heilsan er svo farin að ekki er hægt að hreyfa hönd né fót til líkamlegra starfa, grípur hann til pennans, og rigndi þá hrynjandi tónljóðunum á pappírinn. (Hann sat aldrei við hljóðfærið, er hann tónkvað, eins og mörg tónskáld kváðu gera). Ekki að undra þó sum séu lögin þung- lyndisleg og lík kveinstöfum, eins og t. d. »Heiðbláin« í þessu hefti Eimreiðarinnar, sem ritað er skömmu fyrir andlát hans við kvæði úr »Nýjársnótt« Indriða Einarssonar. Það er annars undravert, hve miklu Gunnsteinn heitinn afkastaði í skáldskap og músík, þegar alls annars er gætt. Hann vann eins og hamhleypa við búskapinn; hafði póstafgreiðslu á hendi lengst æfinnar, og stóra verzlun í seinni tíð, og fórst það alt svo höndulega, að efna- hagur hans fór sfbatnandi, þrátt fyrir ómegð mikla og dýrt heimilis- hald. Heimili þeirra hjóna var alla hans tíð nokkurskonar miðstöð og aðalból menningar og andlegs lífs bygðarbúa. Til hans leituðu þeir liðsinnis og ráða, er í vanda voru staddir, og til þeirra leitaði margur fátæklingurinn og nýbygginn, er í nauðum var staddur, og fór víst aldrei bónleiður á brottu. Auk þess var hann ýmist foringi eða meðverkamaður allra félagsmála sveitarinnar, — sveitar og skólastjórnar o. s. frv. Gunnsteinn heitinn var að eðlisfari trúhneigður maður, eins og flestum þunglyndum hugargruflsmönnum er sérkennilegt. Var þar þó sem oftar, að hann áleit sig ekki knúðan til að fara sömu leið og aðrir, enda þótt hann ekki fyndi köllun hjá sér til þess að segja kirkju og kristnivenjum stríð á hendur. En jafnvel þótt hann fylgdi kirkju feðra sinna að málum, vílaði hann eigi fyrir sér, þegar svo bar undir, að segja hræsni og verzlunaranda kirkjunnar hér í landi til syndanna í sumum sögum sínum. Fór þá sem oftar, að slíkt var skoðað per- sónulegar árásir á einstaka menn kirkjunnar, þegar skotmarkið var hinn vaxandi og ríkjandi hugsunarháttur. Gunnsteinn Eyjólfsson var hár vexti, fremur grannur, karlmann- legur og þó fremur smáfeldur í andliti, dökkjarpur á hár, gráeygur, ennið hátt og svipurinn festulegur og göfugmannlegur, prúðmenni f framgöngu og hæglátur í umgengni. Hann var tryggur vinur vina sinna. En hann átti líka sterka andstæðinga, eins og allir þeir, sem eitthvað er í spunnið. Myndin er tekin af honum 38 ára, og er hin bezta, sem til var að dreifa. Winnipeg, 19. maí, 1912. GÍSLI JÓNSSON.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.