Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 51

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 51
5i Fjórar sonnettur. I. RAUÐA RÓSIN. Við sitjum tvö við bikarþakið borð, og brjóst þitt vaggar rós í hljóðum draumi, því sitt og hvað er vakið víns af straumi, sem varir aldrei móta fá í orð. Við sitjum ein í hallar hreifum glaumi og hjörtun njótast — brjóta hverja skorð. Við heyrum ekki hljóðfæranna morð á haydnsku lagi. Skjálf, en laus af taumi, mín hendi grípur blómið þér af barmi og ber að vörum mínum. Ilmsins veig ég drekk í kossi — legg svo blóm á borðið og loka augum —: Seg nú síðsta orðiðl — Og sé, er upp ég lít, með bros á hvarmi mey kyssa rós. Við drekkum trygðateig. II. VIÐ VARIR PÍNAR — Við varir þínar dvelja draumar mínir. Eg drekk í sælum kossi anda þinn sem dumbrautt vín og áfengt, munnur minti er mætir þínum. Bros þitt sérhvert tínir. mitt auga hrært, og hjarta mínu sýnir og hrósar sigri — líkt og komi inn úr mónum barn með berjaaskinn sinn og bláan munninn. Hvítir lófar þínir mér strjúka sorg af enni sérhvert kvöld — sem sólin bregði geislavæng á jörð og fægi burtu skuggans kalda kvíða. 3*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.