Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 53

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 53
53 um trúnað æ af þér um leið. Nú syngur þú þinn sorgaróð og sár þíns hjarta aldrei grær. GUNNAR GUNNARSSON. íslenzk úndína. fið munið sjálfsagt flestir eftir henni ÚNDÍNU, stúlkunni yndislegu, síbrosandi og gáskafullu, með glóbjarta hárið og bláu augun, sem heillaði hann Huldubrand riddara, — í sögunni hans MOTTE FOUQUE, íslandsriddara1, sem hann Steingrímur Thor- steinsson íslenzkaði handa okkur. Hún lýsir tilveru sinni fyrir ástvini sínum og unnusta á þessa leið: ^Tað skaltu vita, elsku vinur, að í höfuðskepnunum búa verur, sem líkar eru ykkur mönnunum að sköpulagi, og birtast ykkur þó harla sjaldan. Kynlegir andar sindra og hvæsa í log- unum, dökkálfarnir hamast í djúpi jarðarinnar, loftandar þjóta um skógana og vatnavættirnar lifa víðsvegar í sjónum, elfunum og lækjunum. Pær búa í skærum krystallshvelfingum, og í gegnum þær má sjá sólina og himininn uppi yfir sér; háar kóralbjarkir Ijóma þar í görðunum, með bláum og rauðum aldinum, og er þar fagurt að ganga um mjallhvíta sanda og marglitar skeljar. Hin dýrðlegu stórmerki fornaldarinnar, sem ykkar kynslóð er svo ómakleg að sjá, þau hafa bárurnar hjúpað silfurblæjum sínum. Par niðri skína hin glæsilegu minnismerki og skolast rennandi vatns- lindum; klekja þær út fegurstu blómum og grænum sefjurtum, sem vindast upp við þau á alla vegu. Peir, sem þar búa, eru yndislegir yfirlitum og að öllum jafnaði fríðari en mennirnir. Margur fiskimaðurinn átti því láni að fagna, að sjá einhverja haf- meyna í því hún hóf sig syngjandi upp úr sævardjúpinu. Sagð' hann þá öðrum af fegurð hennar, og slíkar verur hafa mennirnir kallað ÚNDÍNUR. Hér máttu nú sjá eina slíka, elsku vinur, því ég er ÚNDÍNA.« Og hún lagði hendur sínar um háls honum og söng, svo að yndi var heyra: 1 sbr. Kvæði Bjarna Thórarensens, bls. 82—87.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.