Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 55

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 55
55 »Pat eru BYLGJUR, er heita ÆGIS MEYJAR,« svarar Heið- rekur kouungur. En það eru líka til margir íslendingar nú á tímum, sem hafa séð þær, eins og t. d. hann Porsteinn Erlingsson, er hann segir: ÆGIS DÆTUR hafsbrún hjá sem hún lætur liðast frá hárið væta langa, ljósrar nætur vanga. Og sama má sjá á kvæðum margra annarra skálda. En enginn virðist þó hafa komist í jafnnáin kynni við þær eins og hann Páll Ólafsson, sem borinn var og barnfæddur á Austfjörðum, og hefir því máske einmitt séð hana ÚNDÍNU okkar í Hofsá, sem sýnd er hérna á myndinni. Hann hefir og vitað til þess, að þær hafa stundum snúið aftur, til að heilsa upp á hann KALDBRYNNI frænda sinn, og að »sú hefir orðið sættin á, þær séu hjá honum öllum dögum, að skiftast á kvæðum, kossum, sögum, og láta ekki koma blund á brá«, eins og sjá má af þessu kvæði: Það var skrítilegt, sem ég sá suður ( fjörðum hérna um daginn, snemma morguns ég sat við sæinn: glaður lækur í grænni lág: hann hafði klofið klett í sundur, og kepst svo við, að aldrei blundur hefir uppruna heimsins frá honum sigið á ljósa brá. Það var fyrst undir þessum klett, þegar hann kom frá bröttum tindi, hann heyrði það mesta hjartans yndi, eins og hlátur, og skvett á skvett, og söng og þyt og gleði og gaman, svo glaðlega þar var leikið saman, hoppað og kyst og hvíslast á, hlaupið og dansað til og frá. í’etta voru þá ÖLDUR alt, sem ekkert vissu af lækjum neinum, iéku sér þar og stukku á steinum, «g þótti gaman, þá grjótið valt; þarna langaði lækinn unga -að læðast í gegnum, þar var sprunga, en kletturinn undir, harður, hár, og hann svo lítill og kraftasmár, Svo þarf nú ekki sagan þér að segja, hvað það var langvinn glíma; en á honum vann hann einhvern tíma, varð nú að FOSS og flýtti sér að fela sig þar í fjörugijóti, fór svo þegjandi o’n á móti; svona komst hann um síðir nær, þær sáu’ hann um leið hann kysti þær, ÖLDURNAR stukku út á sjó, allar reiðar við litla FOSSINN, allar kafijóðar eftir kossinn; eins og kvöldroða á þær sló; en lækurinn tók að kveða um koss- inn, þær kölluðu (land og spurðu FOSS- INN. »Hvað heitir þú?« — »Ég heiti FOSS«. » Hvað vildir þú ?—»Að fámér koss «. »Koss« sögðu þær og kiptust við, kom þá strax fjöruborð á sæinn; en þegar lítið leið á daginn, höfðu ÖLDURNAR engan frið:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.