Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 56

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 56
56 fjörugt lagið og fögur hljóðin, FOSSINN hvítur og ástarljóðin, og þessi koss, sem hann kysti þær, kom þeim til þess, að læðast nær. Sú hefir orðið sættin á, þær séu hjá honum öllum dögum, að skiftast á kvæðum,kossum, sögum, og láta ekki koma blund á brá. Hann væri sæll, er svona gæti til sinna gengið kvikum fæti, og létt sér þar hverja lífsins þraut, sem lækur falli í unnar skaut. Er þetta ekki alveg sama sagan og við sjáum hérna á mynd- inni, þar sem hún HOFSÁR-ÚNDÍNA er að kveðast á við hann HOFSÁR-FOSS frænda sinn og þau »öllum dögum að skiftast á kvæðum, kossum, sögumf* y Q Arið sem leið. Orstutt pólitiskt yfirlit. Pað var að ýmsu leyti stórtiðinda-ár, árið sem leið, og enginn eftirbátur nánasta fyrirrennara síns að því er snerti ófrið og ófriðarhættu. Árið 1911 lá við sjálft, að stórveldunum lenti saman út af deilunum í Marokkó, og einkum slægi í harða brýnu milli Englendinga og Pjóðverja. En menn vissu ekki alment af, hve hættan hafði verið mikil, fyr en hún var hjá liðin. En síðari hluta ársins 1912 hefir svo mátt heita, að öll Norðurálfan hafi staðið eins og á nálum. I suðurhluta Evrópu, á Balkanskaganum, hafa blóðugir bardagar sífelt verið háðir 3 síðustu mánuði ársins, og blóðferill ársins 1912 því engu minni en nafna þess hundrað árum áður, ársins 1812, er Napóleon mikli fór sína örlagaþungu Rússlandsför. Menn hafa þó í öðrum hlutum álfunnar látið sér það liggja í tiltölulega léttu rúmi, þótt Búlgarar, Serbar, Grikkir og Svartfellingar brytjuðu niður Hundtyrkjann, og þeir hverjir aðra; því Tyrkinn hefir aldrei átt miklum vinsældum að fagna c Evrópu, og flestir ánægðir með, að hann yrði algerlega burt- flæmdur þaðan, sem að vísu eru nú loksins nokkrar horfur á að verði, en hefði átt að vera fyrir löngu síðan. Petta hefir því

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.