Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 60

Eimreiðin - 01.01.1913, Síða 60
6o legt lagaboð um stofnun lýðveldisins. Og nú komst á samvinna milli þeirra tveggja manna, er fremstir stóðu og í broddi fylk- ingar hvorumegin, en það voru þeir Yuanshikai og keppinautur hans dr. Sunyatsen; varð Yuanshikai forseti lýðveldisins, og leit- aðist hann við að bæta úr hinum miklu fjárkröggum með því, að taka stórlán hjá bönkum sex stórveldanna. En ekki komst þó Kínaveldi alt heilt og óskaddað út úr byltingunni, því hinn fjar- lægari hluti af Mongólíinu hafði fyrir undirróður Rússa og með tilstyrk þeirra sagt skilið við Kína, og gerði svo um haustið samning við Rússa, þó sjálfstæði þess hafi ekki enn hlotið viður- kenningu Kínverja. Hafa af þessu leitt erjur miklar milli Kínverja og Rússa, og er vant fyrir að sjá, hversu þeim lýkur. Jafnframt hefir England fundið ástæðu til að fara að hreyfa spurningunni um Tíbet, en þó farið mjög vægt í sakirnar enn sem komið er.. Á pýzkalandi fóru fram þingkosningar í janúar, og áttu jafn- aðarmenn (sósíaldemókratar) þar svo miklum sigri að fagna, að þeir fengu i io sæti og urðu þannig fjölmennasti flokkurinn á þingi. Pó hafa veruleg merki þessararar straumbreytingar til vinstri ekki enn látið á sér bera í innanríkispólitík Ejóðverja. Dálítil framför er það samt í þingræðisáttina, að þingið hefir fengið heim- ild til að láta atkvæðagreiðslu fram fara á eftir umræðum um fyrirspurnir. Annars hafa þingræðurnar hvað eftir annað snúist um kjötskortinn, sem mjög þjáir þjóðina, og lítil bót hefir enn orðið á ráðin. Undir árslokin voru aftur ýms trúarspursmál (við- víkjandi Jesúítum) orðin þar efst á dagskrá. Á Frakklandi hefir forsætistáðherrann Poincaré af alefli beizt fyrir nýjum kosningalögum: hlutfallskosningum. Tókst hon- um eftir mikla baráttu að koma þeim gegnum neðrideild þingsins, en nú lítur út fyrir, að þau ætli að stranda í efrideildinni. Annars snúast hugir Frakka nú um áramótin mest um forsetakosninguna, því þar á nú að kjósa nýjan forseta til 7 ára, .og keppir Poin- caré um þá tign ásamt Ribot og máske fleirum öðrum. Meðal annarra hefir kona ein gefið kost á sér við þá kosningu, og kveðst hún eins geta verið forseti, eins og margar konur hafi ríkjum ráðið, eins og t. d. Katrín Rússadrotning, þær Elísabet og Viktoría Englandsdrotningar, og enn geri Vilhelmína Hollandsdrotn- ing. Ekki búast menn þó við, að hún fái mörg atkvæði. í Ungarn hafa hinar pólitisku deilur innanlands á árinu 1912 harðnað meir en nokkru sinni áður. 17. maí var Tisza greifi

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.