Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 62

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 62
62 Wttson prófessor, vann frægan sigur, og tekur hann við stjórn- inni í marzmánuði 1913. í Noregi fóru fram nýjar þingkosningar, og fór stjórnin og hennar flokkur herfilega hallloka, en gjörbreytingamenn unnu stórkostlegan sigur, og taka nú við stjórn, er þingið kemur sam- an. Hafa þeir sjálfir mælst til að fá frest þangað til, en annars ætlaði stjórnin að fara frá undireins eftir kosningarnar. í Damnörku urðu konungaskifti; lézt Frihrik konungur VIII. og tók við ríki elzti sonur hans, Kristjdn X. Par voru og samþykt ný skattalög, sem gefa svo miklar tekjur, að þær verða nú heldur meiri en útgjöldin, svo ólagi því, sem komið var á fjár- hag landsins, verður nú kipt í liðinn. Þegar þingið kom saman f október, lagði stjórnin fyrir það nýtt frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, þar sem kosningarétturinn til neðrideildar er mjög rýmkaður: aldur kosningabærra manna færður niður frá 30 ára til 25 ára, konum og hjúum veittur kosningaréttur o. s. frv. Pá er og lagt til að gjörbreyta skipun efrideildar, svo að efrideildar- menn verði hér eftir kosnir af bæjastjórnum og sveitastjórnum, sumpart beinlínis og sumpart óbeinlínis: af kjörmönnum, sem kosnir séu af bæja- og sveitastjórnum. En þeir 12 konungkjörhu þing- menn, sem hingað til hafa verið kjörnir af konungi æfilangt, skulu nú kosnir af hinni nýkosnu efrideild með hlutfallskosningu. Petta stjórnarskrárfrumvarp var samþykt af neðrideild með stórmiklum meirihluta skömmu fyrir árslokin, en mun eiga vísan meirihluta á móti sér í efrideild, og er því vant fyrir að sjá, hver örlög þess verða á endanum, og óvíst, að árið 1913 kunni frá þeim tíðind- um að segja. Á Islandi komu á útmánuðunum fram tillögur frá fjdrmála- nefnd, sem réðu til að afla landssjóði tekna með því, að innleiða einokun á kolum, steinolíu og tóbaki og toll á vefnaðarvörum. En þessar tillögur mættu svo eindreginni mótspyrnu, að þær féllu sínum herrum. Pó mörðust fram lög um einokun á steinolíú í annarri mynd (eftir að búið var að fella frumvarp nefndarinnar), en lítið útlit virðist fyrir, að þau lög verði notuð. Um miðjan júlf kom saman aukaþing eftir afstaðnar kosn- ingar árið áður, sem valdið höfðu allmiklum breytingum. Var flokkaskipun þar mjög á reiki, en Heimastjórnarmenn þó ívið í meirihluta. Urðu þá stjórnarskifti, lét af stjórn Kristjdn Jónsson dómstjóri, en við tók Hannes Hafstein bankastjóri.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.