Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 64
64
■öflugt fylgi. Peir munu hugsa sem svo, að úr því að hvorki ráð-
herra Islands né ráðherrar Dana vilji beitast fyrir honum, þá
hljóti þeim að finnast eitthvað gruggugt við hann, því ekki séu
þeir þær mannskræfur, að neita því um örugt fylgi, sem þeim
sjálfum finnist gott og æskilegt. Hversu góður sem þessi bræðings-
krógi annars hefði verið, mundi þetta eitt, að hann er borinn út
af feðrum sínum, hafa verið nægilegt til að koma honum fyrir
kattarnef.
Af pjóbhöfbingjum dóu árið sem leið: Friðrik konungur
vor hinn áttundi, sem beztur hefir verið allra Danakonunga í vorn
garð; Mutsuhito Japanskeisari, eitthvert hið mesta mikilmenni
vorra daga, og Luitpold ríkisstjórnari í Bayern, sem þar hefir
lengi ráðið ríkjum í nafni frænda síns, Óttós konungs hins vit-
skerta. Af öðrum merkum stjórnmálamönnum hafa látist utanríkis-
ráðherra Þjóðverja v. Kiderlen-Wáchter og sendiherra þeirra
í Lundúnum barón Marschall v. Bieberstein, utanríkisráð-
herra Austurríkis Aerenthal greifi og Canalejas forsætisráð-
herra Spánverja.
Af íslenzkum síjórnmdlamönnum hafa látist: fyrv. ráðherra
Björn Jónsson, sem var atkvæðameiri en nokkur annar íslend-
ingur síðustu áratugina; alþingismaður Jón Jónsson frá Mú 1 a,
skarpleika og gáfumaður, og prófastur Jens Pálsson, dreng-
skaparmaður og góðgjarn.
I. jan. 1913. V. (t.
Vondi strákurinn.
Æfintýri eftir H. C. Andersen.
Á íslenzku eftir GUÐM. BJÖRNSSON landlækni.
Einu sinni var gamall maður. Ekki er getið um nafn hans.
Hann var gott skáld og geðjaðist hverjum manni vel.
f*að bar til eitt sinn, sem oftar, að hann sat einn heima að
kveldi dags. Gerði þá snögglega ófært veður úti með ofsaroki og
steypiregni. En skáldið gamla hafði ekki af því að segja, því að