Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 69

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 69
69 eða volduga, fátæka eða fullríka. Þá hefir og höf. ekki síður gert sér far um að skifta jafnt ljósi og skugga að þvl er Skáld-Rósu snertir, enda ber öllum sögnum saman um, að hún hafi í mörgum greinum verið snildarkona, þó hún væri breysk og auðnuleysingi. Og skáld var hún með afbrigðum, svo þörf væri á að rita sérstaklega um kveð- skap hennar og safna ljóðum hennar í ema heild. En þar mun við marga örðugleika að stríða, því bæði er nú svo margt gleymt af ljóð- um hennar og um sumt óvíst, hvort henni sé rétt eignað; og þá ekki hvað sízt, að sumt af kveðskap hennar er svo klúrt, að það mun vart eða ekki prentandi, og þó einmitt sumt af því tæginu hins vegar gert af svo mikilli list. að leitun er á annarri eins skáldsnild. En þó höf. hafi gert sér alt far um að gera frásögn sína bæði sem fylsta og áreiðanlegasta, er þó sjálfsagt enn mikils í vant, að sagan sé fullkomin eða rétt í öllum greinum. En í því efni verður aldrei synt fyrir öll sker, þar sem jafnmiklar munnmælasögur hafa myndast, eins og um þau Natan og Rósu. l’annig minnist sá, er þetta ritar, ýmsra munnmæla frá uppvaxtarárum sínum í Húnaþingi, sem vantar í þessa sögu, og sumt á annan veg hermt, en hér er frá sagt. Verður aldrei við því gert, að inn kunni að slæðast villur, sem munnmælin valda, en fátt mun um annarskonar villur hjá höf. I'ó hefði verið auðgert að sneiða hjá þeirri villu, að kalla Arnór sýslurnann Arnórsson (bls. 135) f. Árnason (eða Arnesen), og eins að segja, að Neðri-Mýrar sé í Norftrdrdal (bls. 124) f. Refasveit, úr því þetta er rétt á öðrum stað í bókinni (bls. 18). — Að Sig. Breiðtjörð hafi ort vísuna »Unnar ljósa álfarners við það tækifæri, sem hermt er f sögunni, er og augsýnilega rangt, enda um það aðrar sagnir trúlegri. V G. ODYSEIFS-KVIÐA HÓMERS. Sveinbjörn Egilsson íslenzk- aði. Endurskoðuð útgáfa. Kaupmannahöfn, 1912. I’egar Telemakkus situr í höll Menelásar í Spörtu, lýtur hann höfði að Písistratusi sessunaut sínum og segir: »Hjartkæri Nestorsson, líttu á ljómann í hinum ómandi herbergjum af eirinu, rauðagullinu, lýsigullinu, silfrinu og fílsbeininu. Þessu lík mun höll hins ólympska Seifs vera innan. Hversu ósegjanlega mikið og margt er hér inni! Ég undrast stórum, þá ég horfi á það.« Ég tilfæri línur þessar ekki vegna þess, að þær séu sérlega gott dæmi upp á fegurð kvæða Hómers, heldur af því að mér finst þær sýna svo vel afstöðu höfundarins gagnvart yrkisefni sínu. Kvæði þessi eru frá voröld Grikkja. í’jóðin hafði náð háu menningarstigi, en menn- ingin ekki náð að þreyta og sljóvga þjóðina. Heimurinn var dýrðlegur: spakar sálir, fagrir líkamar, prýðileg vopn og klæði og reisulegar byggingar. Mannsandinn var vaknaður til meðvitundar um sig og verk sín og honum fór eins og kveðið er: Opnaði hann stóru augun þá, en þau nægðu varla. I’essvegna eru kvæði Hómers svo full af undrun. Hún kemur að vísu ekki oft eins berlega fram og í orðum Telemakkusar, en hún birtist í ýmsum öðrum myndum. Aðdáunin, sem skín út úr svo mörgum af

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.