Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1913, Page 70
7° hinum frægu lýsingarorðum Hómers, hvort sem hann talar um hinn goðumlíka Odysseif, hina fagurmöttluðu Násíku eða hinn ágæta, fyrir- mannlega svínahirði, er skilgetin dóttir hennar. Og frá þessari að- dáun skáldsins leggur enn þá hlýju á móti lesandanum — eftir 3000 ár! Náskyld undruninni er líka rósemin; skáldið hlýtur að segja ýtar- lega frá svo göfugu efni, og því mundi sízt geta dottið í hug, að á- heyrendunum þætti frásögnin of langorð Af sömu rót er einfeldnin sprottin. Þegar alt efnið er dásamlegt, er þarfleysa að leita uppi, það sem fágætt er og komið gæti flatt upp á áheyrandann. Nútímahöf- undi mundi þykja hversdagslegt að kalla morgungyðjuna »árrisula« eins oft og Hómer gerir, en þetta er í anda kvæðanna og fer þar prýðisvel. Og oft segja lýsingarorð hans einmitt það, sem segja þarf, svo að það verður ekki gert betur, t. d. »hin vagandi bjúghyrndu naut«. Og enn eitt af helztu einkennum Hómers, sjálfsgleymskan, sem gerir, að viðburðirnir virðast segja sig sjálfir, stafar frá undruninni, sem fyllir huga skáldsins af efninu. Tímarnir breytast og skáldskapurinn með, eins og annað. Hin barnslega undrun athugunarinnar er ekki jafnvakandi hjá nútímahöfund- um og skáldum fornþjóðanna, en í hennar stað hafa mestu skáld síðari tíma fengið undrun íhugunarinnar, sem Platón kallaði upptök heimspekinnar, og sem skáldin líka einmitt hafa lært af vísindunum. í’essvegna opna verk þeirra víðara útsýni og persónulýsingar þeirra bera langt af því, sem Hómer gat dreymt um. En því meira sem skáldin íhuga sig og heiminn, því meira sem þau neyðast til þess að leita að einhverju nýju og frumlegu, því meira vald sem hringiða nú- tímans fær yfir þeim — því örðugra eiga rósemin og einfeldnin upp- dráttar, og því oftar kemur mt nd höfundarins fram mitt í efninu, sem hann er að lýsa. Því fer fjarri, að þetta sé altaf listgildinu til hnekkis. Mér dettur yfirleitt ekki í hug, að fara í neinn mannjöfnuð. Látum nútímaskáldin hafa sína yfirburði, sem fyrir okkur, börn sama tíma, auðvitað hafa sérstakt gildi, en gleymum heldur ekki því, sem Hómer getur gefið okkur. Hjá honum sitja menn við uppsprettur skáldskapar- ins og glæða barnslundina; að lesa kvæði hans eftir sumt af bezta skáldskap síðustu tíma, er eins og að koma úr stórbæ upp í sveit, lífið er fábreyttara, en það gefur hvíld, ró og smekk fyrir því, sem er blátt áfram. Og yfir öllum viðburðunum, bardögum og þrautum, ástum og gleði, hvelfist hinn gríski bláhiminn, »sem aldrei skekst af vindum eða vöknar af regni, heldur breiðir sig þar út skýlaust upp- heimsloft og leikur yfir bjartur ljómi.« — Við íslendingar erum svo lánsamir að eiga kvæði Hómers í þýð- íngu, sem er nærri því jafnmikill kjörgripur í sinni röð og kvæðin sjálf. Það er þýðing Sveinbjarnar Egilssonar í sundurlausu máli. Hún á alveg sérstaklega vel við kvæðin, því að hún er aflraun nývaknaðs máls og gleði Sveinbjarnar yfir þrótti og fegurð íslenzkunnar helzt í hendur við gleði Hómers yfir efni sínu. Hver sem einhverntíma hefir lesið kafla úr Hómer á frutnmálinu og haft þýðingu Sveinbjarnar við hendina, hefir hlotið að dást að nákvæmni hennar, en um hitt er þó enn meira vert, hve fögur og kjarnmikil hún er. Enginn íslendingur, sem ann móðurmáli sínu, má neita sér um þá ánægju að lesa hana.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.