Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Side 1

Eimreiðin - 01.01.1915, Side 1
Síðustu listaverk Einars Jónssonar. Vísindi og listir eiga að því leyti sammerkt, að markmið beggja er að hefja mannkynið á hærra stig andlegs þroska; vís- indin eru störf heilans, en listir engu síður störf hjartans. »Skáld- in eru tár sögunnar*, segir Richard Dehmel, þýzkt nútímaskáld. Afrek vísinda eru venjulega unnin á löngum tíma, en listaverk eru oft augnabliksleiftur, leiftur andans. Er því ei að kynja, þó að í heimi listanna beri meira á sundurleitum skoðunum um eðli þeirra og markmið. í myndhöggvaralist, engu síður en í Ijóðlist og leikrita, hafa á ýmsum tímum margar stefnur verið uppi. Á öllum öldum hafa snillingar fæðst, er hafa lyft sér upp úr alda- ryki ríkjandi skoðana og sjálfir gerst leiðíogar inn á ný lönd fagurra hugsjóna. Ný menningarskilyrði krefjast nýrra hugsjóna í heimi lista. Pá er hugsæisstefnan gagntók hugi allra á 18. og 19. öld, leituðu myndhöggvarar einnig aftur í tímann, og þá opn- aði m. a. Albert Thorvaldsen augu heitnsins fyrir fegurð forn- grískrar listar. í lok 19. aldar varð raunsæisstefnan ofan á, einn- ig í myndhöggvaralist, og eru t. d. vOreigan Einars Jónssonar andlegt afkvæmi þeirrar stefnu. Nú eru ýmsar stefnur ráðandi, og er vart hægt að korna tölu á -ismana. Pó skipar ein stefna, er nefna mætti líkingastefnu (symbolismus), öndvegi í list margra nútímasnillinga í myndhöggvaralist, eins og t. d. Rodins á Frakk- landi, Max Klingers á Pýzkalandi, Rudolph Tegners í Danmörku o. fl. Er hér minst á þá stefnu af því, að töluvert ber á henni í list Einars Jónssonar, og hefir meðal annars valdið því, að list hans hefir verið torskilin alþjóð manna á íslandi. Pó viðurkennir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.