Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 2

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 2
2 Einar Jónsson ekki réttmæti neinnar einstakrar listastefnu fram yfir aðrar. Eðlishvötin er æðsta listaboðorð hans. Fyrir 2 árum síðan gerði hann uppdrátt að minningarmarki yfir Viktoríu Engladrotningu, keisaradrotningu Indlands. Situr hún þar í veldisstól, er hvílir á baki indversks fíls, en skrautklæði y eru breidd yfir fílinn (sjá I. mynd). Sitt hvoru megin sjást 7 höfðingjar; eru það eigi myndir undirkonunganna á Indlandi, heldur að eins ímynd æðstu trúnaðarmanna drotningar, þeirra er drotning hafði mestar mætur á í stjórnartíð sinni. Pá eru 4 myndir alla vega: morgunn, dagur, kvöld, nótt, og tákna þær I. Minningarmark Viktoríu Engladrotningar. ríkisstjórnartíma drotningar og líf hennar; sést »morgunn« á myndinni. Loks sjást neðst upphleyptar myndir af ýmsum við- burðum úr sögu Indlands á dögum drotningar. En þó eigi raun- veruleg atriði, heldur ímynd ein, og sést hér glögglega, hve raunsæisstefnan er tjarri Einari Jónssyni, og hve mikið hugsjóna- skáld hann er. Trúhneigður hefir hann ætíð verið og kynt sér mjög siðfræði og ýmsar trúarskoðanir, þær er nú eru efst á baugi með stór- þjóðum heimsins. Er því eigi að furða, þótt hann sæki oft yrk- isefni sín úr trúarhugmyndum manna. »Ragnarök« nefnir hann málverk eitt, er hann gerði fyrir nokkrum árum. Eru það síð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.