Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 5

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 5
5 Kjarnann í kristinni trú sýnir Einar Jónsson í listaverki því, er hann lauk við 1913 og nefnir: »Komift til mín —«; eru það orð meistarans: »Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.« Petta er hvort- tveggja í senn (sjá 3. mynd) málverk og höggmynd: upphleypt mynd (úr silfri) af Kristi, er breiðir líknarfaðm sinn móti vesöl- um jarðarbúum; stafar geislum af myndinni alt í kring, en bak við kristsmyndina og neðan til sjást sól og jörð á blá- um grunni. Samlíkingin er því: sólarljósið—jörðin, Kristur— mannkynið. 4. Eróun A. Síðasta, og ef til vill bezta, listaverk Einars Jónssonar er i>Þrðun<i (1913—1914). Lýsir hún framsóknarbaráttu mannanna að fullkomnunartakmarki trúar og siðgæðis. 3 stig eru sýnd. Lægsta stigið er dýrseðlið (sjá 4. mynd). Dýrið liggjandi líkist helzt uxa, vísundi, en er raunar að öðru leyti hugarburður lista- mannsins. í listum er uxi tákn afls og ruddaskapar. Pví næst sést risi, er leitast við að rísa á fætur, en getur eigi. Heldur hann annarri hendi um horn dýrsins og sýnir baráttuna við dýrs- eðlið, er hann megnar ekki að losa sig við, þó viljann hafi hann, því hinni hendinni styður hann við upprétta manninn, sem er fulltrúi þriðja stigsins. Heldur hann á hugsjónaheimi sínurn,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.