Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 8

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 8
8 Eg er jafnt í sögum kappa og klerka kyntur, sama lund í hamaskiftum. Sat með grímu og andlit Ögmunds fióka Oddi fyrir, bæði á sjó og landi. Krossinn helga og hálftungl Arabíu hengi á stangir yfir val og þýjum. Aftur og fram frá Faraós pýramídum fótspor mín um kynslóðirnar liggja. Til að þenja á þjóðlönd eyðisanda þrælum fékk eg skorðurnar um Nílá. Gríp með krumlum heimsku og illra heilla hug og sálir, jafnvel góðra manna. Sérhvert morðvopn, alla heimsins heri hef ég vígt til glæpa og afturfara. Dreka Pynar1). dauðatól frá Essen8), drápsvit manna brýni fram til heifta. Hákon Saxa, Hölgabrúði Engla herði, að blóta Erlingi, til sigurs. Viti kendi eg leiðir, til að ljúga lýti af því, sem stendur fyrir sönnu. Norður á Finnmörk, austur yfir Indland, allra sveita ráð og Kaupa-Héðinn, Alþýðunum sel eg kött í sekknum, sjóðum ek í Fofnisbæli auðsins. Eg geng um í allri kenslu-sögu undir gervinafni smáðrar dygðar: Ef að frelsi auðnast það, að sigra, að kemst ég og legg því glaparáðin; ber svo róg um of-frelsi og ærsli allar götur milli skyns og heimsku. Sue3) kpm að mér. Horfði á mig henda ') Pyn, fornt árheiti. Hér áin Tyne á Englandi. ’) Essen, þar standa vígvélasmiðjur Krúpps. 8) Sue = Eugene Sue (framb. Sý).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.