Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Side 9

Eimreiðin - 01.01.1915, Side 9
9 höfuðskeljum sjö af bræðrum mínum, heyrði á mig bölva dauðum beinum — bani þeirra allra hafði eg verið; um þann glæp hann grunaði mig ekki! Gröfin þeirra var fyrir löngu þögnuð. Pað var misgáð, sem að honum heyrðist: heiftar-sorg í orðum mínum brytist, öfund sár, að ekki mætti eg deyja eins og þeir, og gleyma mér og hvílast. Eg, sem hef ei nokkurt annað eðli eða þrá: en fá að lifa sjálfur. Hitt var það, að var mér brjóstið beiskt til bræðra minna, því þeir dóu glaðirl sýndust liðnir sælli en eg, sem lifði, sigraðir í leiðangri með framför. Thomsenx) eitt sinn mætti mér við Jöklu, mannleið utar, vofu á eyðisandi. Grind mín hnýtt og göngusár á fótum grunaði hann, að myndu örkuml vættsins, sem að gæti ei myrt sig — aðeins meitt sig. Það voru örin eftir stríð við frelsið — innan-rifja stærri þó og dýpri. Líttu á mig! Pekkirðu ei þennan Gyðing? Pjóðsöguna, flæking land úr landi — sjáðu: ég er afturhaldsins andi! nl s 1914. STEPHAN G. STEPHANSSON. ) Thomsen ■=. Grímur 'I hom.en.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.