Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 16

Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 16
i6 ingur getur meö óskírlífi sínu valdið öðrum einstaklingum meiri þjáninga og lagt þyngri stein í götu þjóðfélags síns, heldur en þó hann drýgi eitthvert brot, sem varðar hegningu. Pá óheill, sem hver maður á þann hátt getur velt yfir þjóðfélag sitt, er auðvit- að ekki unt að mæla. Skal því ekki um það mál fjölyrt hér. Eg vildi að eins benda á þetta atriði og spyrja svo: hvers vegna eig- inlega þióðfélagið ætti að taka svo afarstrangt á brotum, sem gera því minna ilt, úr því það hefir ekki tök á að hegna þeim brotum, sem gera því mest ilt? Ekki svo að skilja, að mér fyndist heppi- legt að flytja hegninguna selflutningi, frá einum breyskleikanum og yfir á hinn. Nei, langt frá. Peir menn, sem ekki, óþvingaðir, finna skyldu sína til þess, að reyna að láta eftir sig sem fæst ó- hrein spor, á hvaða sviði lífsins sem er, munu ekki öðlast skyldu- tilfinninguna, þó farið væri að refsa þeim. Gerum nú ráð fyrir — sem þó er ótrúlegt —, að einhvers- staðar innan þjóðfélagsins fyndist sú skoðun, að glæpum væri aldrei of harðlega refsað, og væri þess vegna skylda þjóðfélags- ins, að hafa hegningaraðferðina sem allra-strangasta og afleiðingar hennar sem þyngstar og sárastar. Glæpamenn ættu aldrei nema skilið, að fá sín makleg málagjöld. Pað er nú svo. Eg ætla alls ekki að fara út { trúmál hér. En af því að mér hefir verið sagt, að þetta þjóðfélag væri kristið, get ég ekki séð, að það liggi svo fjarri, að minna á dálítið atvik, sem gerðist í Gyðingalandi fyrir meira en nítján öldum. Ekki svo að skilja, að mér detti í hug að halda, að sá, sem hefði áðurnefnda skoðun, gæti ekki verið miklu betur að sér í Nýjatestamentinu sínu, held- ur en ég. Nei, langt frá. Atvikið hljóðar svo: Nokkrir misvitrir fræðimenn og Farísear tóku sig einu sinni til og leituðu uppi bersynduga konu, þrömmuðu með hana á milli sín inn í helgidóminn, þar sem Kristur var að kenna, tóku sér stöðu frammi fyrir honum og spurðu: »Meistari, kona þessi er beinlínis staðin að því, að drýgja hór. Móse hefir nú boðið oss í lögmálinu, að slíkar könur skuli grýta; hvað segir þú nú um hana?« En þetta sögðu þeir til að freista hans, til að hafa eitthvað til að ákæra hann fyrir. En Jesús laut þá niður og skrifaði með fingrinum á jörðina. En þar eð þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði: »Sd yðar, sem

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.