Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 18

Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 18
i8 get ekki séð betur, en að allar þessar spurningar og ályktanir væru réttmætar. Ekki skulum við nú láta okkur detta í hug, að Kristur hafi haldið, að ailir fræðimennirnir, sem komu til hans með bersynd- ugu konuna, hafi drýgt sama glæp og hún, eða neinn annan glæp, sem varðaði við lög. En það mun hann hafa vitað, að hugsanir þeirra voru ekki alveg tárhreinar. En hvernig eru nú okkar hugsanir? Hvernig eru þær, þegar einhver annar hlýtur eitthvert happ, sem við vildum ná í, eða þegar okkur finst ein- hver segja eitthvað rangt um okkur ? Ætli okkur þætti nokkuð að því, þó mótstöðumanni okkar yrði eitthvað að falli, eða hann t. d. hrykki upp af. Ekki held ég það. En hvað verður svo um allar þessar haturshugsanir? Getur ekki verið, að þær berist frá einum til annars, altaf sterkari og sterkari, leitandi að verkfæri til að koma sér í framkvæmd, unz þær koma þar að, sem garðurinn er lægst- ur og mótstöðuaflið minst, og fá þar full Völd í bili? Og hvað mundi þá ske? T. d. morð. En væri nú svo, hverjum ætti þá að hegna? Á að hegna mér, sem fyrst sendi haturshugsunina frá mér, eða á að hegna nábúa mínum, sem tók við henni af mér, eða á kannske að hegna þér, sem tókst við hugsuninni af nábúa mínum, og efldir hana stórum, áður en þú sendir hana frá þér, eða á að hegna morðingjanum? Ef ætti að hegna honum, þá mætti alveg eins vel hegna mér eða þér. Eg get ekki séð neitt réttlæti í því, að berja fremur bróður minn, sem hrasar, þó hann meiði aðra í fallinu, heldur en þá mig eða þig, sem brugðum fæti fyrir hann. Og ég held, að við ætt- um ekki að vera að leita uppi menn, til að hegna þeim; ég held, að við ættum heldur að leita uppi menn, til að hjálpa þeim. Pví ef við leitum uppi menn, til að hegna þeim, þá förum við að, eins og óskynsamir menn, sem allir eru fjötraðir sama fjötrinum, • en í staðinn fyrir að leysa hnútinn, sem bindur þá alla saman, toga* þeir í bandið beggja megin, svo hnúturinn verður harðari og harðari. Hver einasti einstaklingur, hvort heldur sem hann styður eða styðst við þjóðfélag sitt, hlýtur að bera einn hluta af ábyrgð gerða þess. Sé því eitthvert band, sem bindur þjóðfélagið í heild sinni, er því sama bandi brugðið um fót hvers einasta ein- staklings þess. Hver einstaklingur tekur beinlínis eða óbeinlínis

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.