Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 21

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 21
21 spiltur, og þyrfti lækningar við, fremur en nokkur hinna, sem brutu af öðrum ástæðum. Ég get þess vegna ekki séð annað, en að hver helzt sem það væri af þessum ástæðum, sem hefði rekið manninn út í glæpinn, þyrfti hann hjálpar og nýrra lífslinda, en ekki hegn- ingar. Og eru þá nokkrar líkur til, að slík hegningaraðferð, sem ég hefi í ófullkomnum dráttum lýst hér að framan, væri fremur fær um að veita þessa hjálp og þessar nýju lífslindir, heldur en nú- verandi hegningaraðferð ? Tökum líkingu til svars: Segjum, að ég eigi jurtagarð. Jurtirnar eru misháar og beinvaxnar og misjafnlega skrúðmiklar. Pað er misjafnlega langt síðan, að þær teygðu sig fyrst upp úr moldinni. Nú tek ég eftir því, að kyrkingur er kominn í eina af jurtum mínum. Blöðin skrælna, og hún hættir að vaxa. Hvað geri ég nú? Sé skemdin mikil, ríf ég plöntuna upp með rótum og kasta henni burt úr garði mínum. Annars læt ég mér nægja að byrgja plöntuna fyrir sól og yl og sjá um, að hún fái enga gróðrardögg. Svo hugsa ég með mér, að þetta sé henni mátu- legt, fyrst hún hafi ekki getað vaxið eins og hinar. Og meiri og meiri kyrkingur kemur í jurtina, og hún visnar að rót niður. Eg sé nú fleiri jurtir, sem kyrkingur er í, og ég fer eins með þær allar. Garður minn verður því strjálvaxinn og allur með auðum skellum. Ég er lélegur garðyrkjumaður, og hefi þess vegna litla gleði af starfi mínu. Líking þessi er spegilmynd núverandi hegningar þjóðfé- lagsins. En segjum nú, að ég reyni aðra aðferð við ræktunarstarf mitt. Gerum ráð fyrir, að þó kyrkingur komi í einhverja af plöntum mínum, hafi ég það altaf hugfast, að hún sé sprottin af sömu rót og allar hinar, sem eru beinvaxnar og skrúðmiklar. Gerum ráð fyrir, að ég trúi því, að hún þurfi aðeins nákvæmari aðhlynningar við, og muni hún þá vaxa. Ég beygi mig þess vegna niður að kyrkingsvöxnu plöntunni, tek með varúð burt öll bliknuð blöð, og reyni að rétta hana við og kenna henni að vaxa beint. Og ég sé um, að hún njóti sólar, yls og vökva. Og smátt og smátt færist nýtt líf í plöntuna, hún réttir úr sér, teygir sig hærra og hærra móti sólunni, og áður en ég veit af, er hún orðin há, beinvaxin og skrúðmikil. Sömu aðferð hefi ég

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.